Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 28. september 2019 16:49
Kristófer Jónsson
Gulli Gull: Ætlum að ráða Pep Guardiola
Gulli vildi meira á tímabilinu.
Gulli vildi meira á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap gegn KR í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla í dag.

„ Það eru alltaf blendnar tilfinningar þegar að tímabilið klárast. Við hefðum viljað gera betur í þessum leik með því að ná betri úrslitum og enda þetta betur." sagði Gulli eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 KR

Breiðablik endar tímabilið í öðru sæti, fjórtán stigum á eftir Íslandsmeisturum KR, og er þetta annað tímabilið í röð sem að Blikar ná silfrinu.

„Auðvitað er gott að fara í Evrópukeppni en vil vildum gera betur. Ég held að Breiðablik sé komið á þann stað að við viljum alltaf berjast um titla sem að er ágætur staður til að vera á."

Þetta var síðasti leikur Ágústs Gylfasonar sem þjálfari Breiðabliks en honum var tilkynnt í vikunni að hann fengi ekki að halda áfram með liðið. Kom það leikmönnum á óvart?

„Ég held að það komi manni ekkert á óvart í fótboltanum lengur. Þetta er bara gangurinn í þessum bransa. Það verður sárt að missa þá (Ágúst Gylfason og Guðmund Steinarsson) þar sem að þetta eru toppmenn sem að náðu fínum árangri."

Þegar að fréttamaður spurði Gulla hvort að hann vissi eitthvað hver næsti þjálfari yrði sló hann á létta strengi.

„Við ætlum að reyna að ná í Pep Guardiola. Ég held að hann sé klásúlu núna um jólin. Þannig ef að það gengur væri það frábært." sagði Gulli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner