Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap gegn KR í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla í dag.
„ Það eru alltaf blendnar tilfinningar þegar að tímabilið klárast. Við hefðum viljað gera betur í þessum leik með því að ná betri úrslitum og enda þetta betur." sagði Gulli eftir leikinn í dag.
„ Það eru alltaf blendnar tilfinningar þegar að tímabilið klárast. Við hefðum viljað gera betur í þessum leik með því að ná betri úrslitum og enda þetta betur." sagði Gulli eftir leikinn í dag.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 2 KR
Breiðablik endar tímabilið í öðru sæti, fjórtán stigum á eftir Íslandsmeisturum KR, og er þetta annað tímabilið í röð sem að Blikar ná silfrinu.
„Auðvitað er gott að fara í Evrópukeppni en vil vildum gera betur. Ég held að Breiðablik sé komið á þann stað að við viljum alltaf berjast um titla sem að er ágætur staður til að vera á."
Þetta var síðasti leikur Ágústs Gylfasonar sem þjálfari Breiðabliks en honum var tilkynnt í vikunni að hann fengi ekki að halda áfram með liðið. Kom það leikmönnum á óvart?
„Ég held að það komi manni ekkert á óvart í fótboltanum lengur. Þetta er bara gangurinn í þessum bransa. Það verður sárt að missa þá (Ágúst Gylfason og Guðmund Steinarsson) þar sem að þetta eru toppmenn sem að náðu fínum árangri."
Þegar að fréttamaður spurði Gulla hvort að hann vissi eitthvað hver næsti þjálfari yrði sló hann á létta strengi.
„Við ætlum að reyna að ná í Pep Guardiola. Ég held að hann sé klásúlu núna um jólin. Þannig ef að það gengur væri það frábært." sagði Gulli að lokum.
Athugasemdir