Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason ræddi við Fótbolta.net eftir æfingu liðsins í Danmörku í dag en liðið undirbýr sig af kappi fyrir Þjóðadeildina.
Fyrsti leikur Íslands er gegn Ísrael í B-deildinni á fimmtudag en liðin eigast við í Haifa.
Birkir, sem er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, segir það alltaf jafn gaman að koma í landsliðið og hitta strákana.
„Hún er bara fín. Ég fann aðeins fyrir í gær en allt í lagi í dag og náði fullri æfingu, þannig ég er í lagi."
„Mér hefur alltaf fundist ótrúlega gaman að koma í landsliðið, hitta strákana og vera í þessu umhverfi. Mér finnst það ennþá og alltaf gaman að koma," sagði Birkir.
Hann vonar nú að liðið geti byggt ofan á frammistöðuna gegn Finnlandi í marsverkefninu.
„Bara vel. Við náðum góðum æfingaleikjum síðast, erfitt á móti Spáni en fínn leikur á móti Finnum. Við ætlum að byggja ofan á það og setja meiri kröfur á sigur og halda því áfram og vonandi gerum við það í þetta skipti," sagði Birkir ennfremur.
Athugasemdir