Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   þri 31. maí 2022 16:37
Brynjar Ingi Erluson
Birkir Bjarna: Alltaf fundist ótrúlega gaman að koma í landsliðið
Birkir Bjarnason
Birkir Bjarnason
Mynd: KSÍ
Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason ræddi við Fótbolta.net eftir æfingu liðsins í Danmörku í dag en liðið undirbýr sig af kappi fyrir Þjóðadeildina.

Fyrsti leikur Íslands er gegn Ísrael í B-deildinni á fimmtudag en liðin eigast við í Haifa.

Birkir, sem er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, segir það alltaf jafn gaman að koma í landsliðið og hitta strákana.

„Hún er bara fín. Ég fann aðeins fyrir í gær en allt í lagi í dag og náði fullri æfingu, þannig ég er í lagi."

„Mér hefur alltaf fundist ótrúlega gaman að koma í landsliðið, hitta strákana og vera í þessu umhverfi. Mér finnst það ennþá og alltaf gaman að koma,"
sagði Birkir.

Hann vonar nú að liðið geti byggt ofan á frammistöðuna gegn Finnlandi í marsverkefninu.

„Bara vel. Við náðum góðum æfingaleikjum síðast, erfitt á móti Spáni en fínn leikur á móti Finnum. Við ætlum að byggja ofan á það og setja meiri kröfur á sigur og halda því áfram og vonandi gerum við það í þetta skipti," sagði Birkir ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner