Alexander Scholz verður í eldlínunni þegar U21 árs landslið Danmerkur mætir Íslandi í umspili um sæti á EM á föstudag.
Scholz spilaði með Stjörnunni árið 2012 og hann var gríðarlega ánægður þegar Garðbæingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn um síðustu helgi.
Scholz spilaði með Stjörnunni árið 2012 og hann var gríðarlega ánægður þegar Garðbæingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn um síðustu helgi.
,,Ég er mjög ánægður fyrir hönd strákana. Þetta er frábært afrek hjá þeim og öllum í kringum Stjörnuna," sagði Scholz.
,,Ég var ekki heima til að fylgjast með leiknum í beinni en ég fékk mikið af snapchat skilaboðum frá Silfurskeiðinni og leikmönnum sem voru ekki að spila. Ég var ótrúlega ánægður og hoppaði út um allt. Þegar ég kom heim fór ég strax að leita að myndum úr leiknum."
,,Ég var smá öfundsjúkur, ég viðurkenni það en maður getur bara verið ánægður fyrir hönd vina sinna. Maður er ennþá brosandi yfir þessu."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir