
Landsliðsvarnarmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í dag.
Byrjað var á því að spjalla við Hörð um skipti sín yfir til CSKA Moskvu i sumar, skipti sem hann segist gríðarlega ánægður með.
Byrjað var á því að spjalla við Hörð um skipti sín yfir til CSKA Moskvu i sumar, skipti sem hann segist gríðarlega ánægður með.
Þetta er allt öðruvísi en í Bristol og menningin allt önnur. En það er gaman að koma inn í nýja menningu og upplifa nýtt tungumál," segir Hörður.
En hvernig hefur verið að aðlagast fótboltanum í Rússlandi?
„Minn fyrsti æfingaleikur var ekki spes og það var erfitt að eiga samskipti við Rússana, þeir eru ekki mikið að tala ensku. En það hefur allt verið upp á við. Hópurinn okkar er ungur og ég er einn sá elsti og reynslumesti í liðinu."
CSKA Moskva er í riðli með Real Madrid og Roma í Meistaradeild Evrópu en dregið var í vikunni.
„Þetta er gríðarlegt tækifæri, eitthvað sem maður fær ekki oft á ferlinum. Maður verður bara að njóta og reyna sitt besta."
Ég er klár
Ísland mætir Sviss á laugardaginn, Hörður hefur verið að glíma við meiðsli og íhugaði að gefa ekki kost á sér í verkefnið vegna meiðsla sinna. Verður hann með í komandi leik?
„Við erum það heppnir að vera með mjög gott læknateymi og ég ræddi við það. Þeir skoðuðu þetta vel og nú er ég byrjaður að æfa með liðinu, ég er klár. Ég er spenntur fyrir þessum leik og nú sjáum við hvort ég verði í liðinu," segir Hörður.
Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir