Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fim 06. september 2018 18:11
Elvar Geir Magnússon
Hörður Björgvin: Var fyrst erfitt að eiga samskipti við Rússana
Icelandair
Hörður Björgvin segist klár í landsleikinn gegn Sviss.
Hörður Björgvin segist klár í landsleikinn gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsvarnarmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í dag.

Byrjað var á því að spjalla við Hörð um skipti sín yfir til CSKA Moskvu i sumar, skipti sem hann segist gríðarlega ánægður með.

Þetta er allt öðruvísi en í Bristol og menningin allt önnur. En það er gaman að koma inn í nýja menningu og upplifa nýtt tungumál," segir Hörður.

En hvernig hefur verið að aðlagast fótboltanum í Rússlandi?

„Minn fyrsti æfingaleikur var ekki spes og það var erfitt að eiga samskipti við Rússana, þeir eru ekki mikið að tala ensku. En það hefur allt verið upp á við. Hópurinn okkar er ungur og ég er einn sá elsti og reynslumesti í liðinu."

CSKA Moskva er í riðli með Real Madrid og Roma í Meistaradeild Evrópu en dregið var í vikunni.

„Þetta er gríðarlegt tækifæri, eitthvað sem maður fær ekki oft á ferlinum. Maður verður bara að njóta og reyna sitt besta."

Ég er klár
Ísland mætir Sviss á laugardaginn, Hörður hefur verið að glíma við meiðsli og íhugaði að gefa ekki kost á sér í verkefnið vegna meiðsla sinna. Verður hann með í komandi leik?

„Við erum það heppnir að vera með mjög gott læknateymi og ég ræddi við það. Þeir skoðuðu þetta vel og nú er ég byrjaður að æfa með liðinu, ég er klár. Ég er spenntur fyrir þessum leik og nú sjáum við hvort ég verði í liðinu," segir Hörður.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner