Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
   mán 07. janúar 2019 21:00
Hafliði Breiðfjörð
Gary Martin: Loksins get ég hætt að ljúga að öllum
Gary Martin leikur með Val næstu árin.
Gary Martin leikur með Val næstu árin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gott að vera kominn aftur til Íslands," sagði Gary Martin við Fótbolta.net í dag en hann hafði þá nýsamið við Íslandsmeistara Vals um að leika með liðinu næstu árin. Hann kemur til félagsins frá Lilleström í Noregi.

„Ég átti ekki gott ár í Noregi í fyrra og það snerist ekki bara um fótboltann heldur lífið í Noregi. Það er stór breyting að fara frá Belgíu til Noregs, lífsgæðin eru ekki næstum því þau sömu og ég gat ekki aðlagast því að vera í Noregi."

Gary spilaði áður með ÍA, KR og Víkingi Reykjavík hér á landi og líður vel hérna.

„Ég er ánægður með að vera kominn aftur og fá að vera í Reykjavík. Heima er best," sagði Gary en afhverju leitar hann alltaf aftur til Íslands?

„Ég er orðinn hálf íslenskur eftir sjö ár hérna. Mér finnst þægilegt að búa hérna og þegar maður spilar á íslenska tímabilinu fær maður líka meiri tíma heima hjá sér með fjölskyldu og vinum á Englandi. Það var heldur aldrei nein spurning að koma hingað í Val til besta liðsins sem hefur unnið deildina tvö ár í röð. Ég verð miklu glaðari hérna, nýt fótboltans og lífsins."

Nokkrar vikur eru síðan farið var að ræða um að Gary Martin væri á leið til Vals. Þegar við spurðum hann hvers vegna málið hafi dregist á langinn kom í ljós að félagaskiptin eru löngu frágengin þó þau hafi verið tilkynnt í dag.

„Þetta tók ekki nokkrar vikur, fólk heldur það bara. Við náðum samkomulagi á 2-3 klukkustundum eftir að Valur seldi Patrick Pedersen. Það þurfti bara að halda þessu leyndu, Lilleström vissi af þessu og við allir og ég gat ekki sagt neitt. Það var gott að vita að ég væri orðinn leikmaður Vals og það væri engin pressa á mér. Það var því léttir að geta tilkynnt þetta, loksins get ég sagt satt frá og hætt að ljúga að öllum. Ég er virkilega ánægður. Þetta er frábært félag."

Nánar er rætt við Gary í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner