„Mér líkaði vel við Ísland og ég stóð mig vel þegar ég spilaði hérna síðast svo þegar Valur hafði samband var enginn vafi í mínum huga," sagði danski sóknarmaðurinn Emil Lyng við Fótbolta.net í dag en hann hafði þá samið við Val um að leika með liðinu næstu tvö árin.
Hann spilaði áður hér á landi fyrir tveimur árum með KA áður en hann gekk til liðs við Dundee United í Skotlandi í hálft ár og svo annað hálft ár í Ungverjalandi þar sem hann fékk samningi sínum rift í desember.
„Ég er stoltur og ánægður með að hafa gengið til liðs við Val sem er eitt af stærstu félögum á Íslandi og núverandi meistarar. Ég er mjög spenntur."
Hann skoraði 9 mörk í Pepsi-deildinni sumarið 2017 með KA og spilaði 20 leiki. Að lokum spurðum við hann hversu mörg hann ætli að skora í sumar.
„Úff... erfið spurning. Fleiri en fimm mörk ætti að vera öruggt svar."
Nánar má sjá rætt við Emil í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir