Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 07. janúar 2019 21:05
Hafliði Breiðfjörð
Lasse Petry: Heyrði í nokkrum Íslendingum og samdi við Val
Lasse Petry spilar með Val í sumar.
Lasse Petry spilar með Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn danski Lasse Petry gekk í dag í raðir Vals frá Nordsjælland í Danmörku en hann lék á láni með Lyngby í sumar.

„Ég hef um nokkurn tíma heyrt af áhuga Vals á mér og fannst það áhugavert. Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað og hlakka til að aðlagast," sagði Petry við Fótbolta.net eftir undirskriftina í dag.

„Ólafur Kristjánsson var þjálfarinn minn hjá Nordsjælland og ég spilaði þar með Adam Erni Arnarsyni, Rúnar Alex Rúnarssyni og Guðmundi Þórarinssyni. Auðvitað heyrði ég í þeim fyrst og spurði þá út í deildina og Val. Þeir voru mjög jákvæðir og sögðu að Valur væri eitt af stærstu félögunum og spilaði besta fótboltann. Þeir sögðu mér að Valur reyni að spila boltanum með grasinu og mér líkar það."

Petry spilaði undnfarna mánuði með Lyngby og spilaði mikið með liðinu. Hann langaði í nýja áskorun sem hann fær hjá Val.

„Evrópukeppnin er svo stór bónus. Ég sá leik Vals gegn Rosenborg í fyrra þar sem þeir voru mjög nálægt því að komast áfram. Vonandi náum við að vinna eitthvað af stóru liðunum í sumar."
Athugasemdir
banner
banner
banner