Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
   lau 02. júlí 2016 17:21
Magnús Már Einarsson
Hannes: Maður vissi ekki alveg hvernig maður átti að láta
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Ólafur Sigurðsson, hjá UEFA.com, settist í gær niður með Hannesi Þór Halldórssyni og ræddi við hann um gengi Íslands á EM. Ísland er komið alla leið í 8-liða úrslit gegn Frakklandi á morgun.

„Við erum að upplifa besta tíma lífs okkar. Þetta hefur verið stórkostlegt," sagði Hannes.

„Einhverjir höfðu áhyggjur af því að við værum ekki með lappirnar á jörðinni eftir að við komumst áfram eða saddir að vera komnir á mótið. Við höfum sýnt aftur og aftur að við erum klárir þegar flautan gellur og það skiptir engu máli hverjum við erum að spila á móti."

Hannes segir að sigurinn gegn Englandi í 16-liða úrslitunum hafi verið ótrúlegur.

„Þetta var hálf draumkennt. Maður vissi ekki alveg hvernig maður átti að láta. Það er mikið sagt eftir fótboltaleiki að þetta sé ólýsanlegt og það var það gegn Austurríki og Englandi."

„Austurríkisleikurinn var ennþá kraftmeiri stund. Við vorum svo gríðarlega ákveðnir í því að komast áfram upp úr riðlinum. Það hefðu allir pirrað sig á því út lífið ef við hefðum ekki komist áfram úr riðlinum eins og staðan var orðin."


Hannes Þór Halldórsson fékk á sig vítaspyrnur á þriðju mínútu gegn Engandi sem Wayne Rooney skoraði úr.

„Ég hugsaði bara 'shit' eiginlega," sagði Hannes um þetta augnablik en hann steig upp í kjölfarið og átti góðan leik. „Þetta er fótbolti og þú þarft að vera undirbúinn í hvað sem er. Hvort sem maður gerir vel eða illa þá þarf að núllstilla sig og vera klár í næsta augnablik."

Hvað myndi það þýða ef Ísland myndi vinna Frakka á morgun og komast áfram í undanúrslitin? „Ég hef ekki hugmynd um hvað það myndi þýða. Það yrði eins og í lygilegustu Hollywood myndum. Það væri gjörsamlega stórkostlegt ef Ísland kæmist í undanúrslit á stórmóti."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinn.
Athugasemdir
banner
banner