
Íslenska U21 landsliðið gjörsamlega rúllaði yfir Liechtenstein í undankeppni EM.
Strákarnir okkar gerðu út um viðureignina með þremur mörkum á fyrstu tíu mínútunum en létu sér það ekki nægja og var staðan orðin 8-0 í leikhlé. Atli Barkarson gerði níunda markið í síðari hálfleik og urðu lokatölur 9-0 í þessum stærsta sigri í sögu U21 landsliðsins.
Lestu um leikinn: Ísland U21 9 - 0 Liechtenstein U21
„Rosalega fagmannaleg frammistaða hjá okkur. Við skorum átta mörk í einum hálfleik, það er fáránlega gott. Mikil gæði í liðinu sem við sýnum og vorum bara frábærir fannst mér i dag." Sagði Kolbeinn Þórðarson leikmaður Íslands eftir leikinn í dag.
Íslenska liðið fór með átta marka forystu inn í hálfleik og hálfleiksræða Davíðs snérist um að halda haus.
„Bara að halda mönnum á tánnum og ekki koma út í seinni hálfleikinn og gera þetta ekki af neinum krafti, við ætluðum að halda dampi og hafa tilgang í því sem við vorum að gera og mér fannst það takast bara vel en auðvitað skoruðum við ekki átta mörk í seinni hálfleiknum en við vorum að spila vel og það var ekki mikil mótstaða."
Nánar er rætt við Kolbein Þórðarson í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |