Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   lau 03. júlí 2021 16:33
Magnús Þór Jónsson
Siggi Raggi: Sáttir en viljum meira
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var brosmildur Keflavíkurþjálfari sem mætti í viðtal eftir 3-2 sigur á Samsungvellinum í dag.

„Þetta var risastórt fyrir okkur, við förum upp um nokkur sæti í töflunni og það er alltaf gott að sjá!" sagði Sigurður Ragnar að leik loknum.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 Keflavík

„Mér fannst við byrja leikinn illa en svo þegar markið kom þá fórum við í gang. Í stöðunni 3-0 fengum við færi til að klára leikinn en fengum strax mark í bakið og þá varð þetta leikur aftur."

Það var mikil pressa á Keflvíkinga síðustu 20 mínúturnar.

„Já, það var mikið stress, maður taldi niður mínútur og sekúndur og öskraði líklega bara of mikið inná. Við erum ungir og reynslulitlir og áttum erfitt með að halda í boltann sem gaf þeim færi á að koma boltanum í boxið okkar. Þeir eru góðir í því og að vinna seinni boltann og við vorum orðnir þreyttir."

Liðið er nú með 13 stig og komið upp fyrir miðjuna.

„Við stefnum alltaf að því að gera betur, í síðustu 5 leikjum höfum við unnið fjóra og gert eitt jafntefli, það er allt á góðri leið.
Við vitum að á góðum degi getum við unnið flest liðin en á verri degi tapað fyrir þeim öllum."


Leikmannaglugginn er nú opinn, eru Keflvíkingar á markaðnum?

„Já. Það er verið að vinna í því, bæði leikmenn sem eru að fara og koma. Við erum alltaf með augun opin fyrir leikmönnum sem hefðu hug á að taka þátt með okkur í verkefni sem okkur finnst spennandi."

Einhver nöfn klár?

„Ekki á þessum tímapunkti, ég þori ekki að lofa neinu en við stefnum á liðsstyrk."

Frekar er rætt við Sigurð í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner