Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 03. júlí 2021 16:33
Magnús Þór Jónsson
Siggi Raggi: Sáttir en viljum meira
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var brosmildur Keflavíkurþjálfari sem mætti í viðtal eftir 3-2 sigur á Samsungvellinum í dag.

„Þetta var risastórt fyrir okkur, við förum upp um nokkur sæti í töflunni og það er alltaf gott að sjá!" sagði Sigurður Ragnar að leik loknum.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 Keflavík

„Mér fannst við byrja leikinn illa en svo þegar markið kom þá fórum við í gang. Í stöðunni 3-0 fengum við færi til að klára leikinn en fengum strax mark í bakið og þá varð þetta leikur aftur."

Það var mikil pressa á Keflvíkinga síðustu 20 mínúturnar.

„Já, það var mikið stress, maður taldi niður mínútur og sekúndur og öskraði líklega bara of mikið inná. Við erum ungir og reynslulitlir og áttum erfitt með að halda í boltann sem gaf þeim færi á að koma boltanum í boxið okkar. Þeir eru góðir í því og að vinna seinni boltann og við vorum orðnir þreyttir."

Liðið er nú með 13 stig og komið upp fyrir miðjuna.

„Við stefnum alltaf að því að gera betur, í síðustu 5 leikjum höfum við unnið fjóra og gert eitt jafntefli, það er allt á góðri leið.
Við vitum að á góðum degi getum við unnið flest liðin en á verri degi tapað fyrir þeim öllum."


Leikmannaglugginn er nú opinn, eru Keflvíkingar á markaðnum?

„Já. Það er verið að vinna í því, bæði leikmenn sem eru að fara og koma. Við erum alltaf með augun opin fyrir leikmönnum sem hefðu hug á að taka þátt með okkur í verkefni sem okkur finnst spennandi."

Einhver nöfn klár?

„Ekki á þessum tímapunkti, ég þori ekki að lofa neinu en við stefnum á liðsstyrk."

Frekar er rætt við Sigurð í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner