Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, var skiljanlega sáttur eftir 5-0 sigur á Selfoss í Borgunarbikar kvenna.
„Ég er mjög ánægður. Þetta var bara flottur leikur hjá okkur í dag, það gekk bara allt upp, bæði sóknarleikurinn og varnarleikurinn," sagði Jeffs eftir leik.
„Ég er mjög ánægður. Þetta var bara flottur leikur hjá okkur í dag, það gekk bara allt upp, bæði sóknarleikurinn og varnarleikurinn," sagði Jeffs eftir leik.
Lestu um leikinn: ÍBV 5 - 0 Selfoss
„Við fórum vel yfir okkar sóknarleik. Við tókum góða æfingu og það gekk mjög vel í dag. Það var þolinmæði hjá okkur í dag og það var eins og við hefðum fengið meira sjálfstraust."
Cloe Lacasse skoraði þrennu í leiknum og Jeffs var að sjálfsögðu sáttur með hana.
„Það er ótrúlegt að hún hafi ekki verið búin að skoða mark fyrir leikinn í dag, en hún er að mínu mati búin að vera einn okkar besti leikmaður á tímabilinu. Við vorum að bíða eftir þessu."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir