Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 06. júlí 2021 13:45
Fótbolti.net
Bestur í 11. umferð - Aldrei séð aðra eins frammistöðu hjá markmanni
Beitir Ólafsson (KR)
Beitir Ólafsson, markvörður KR.
Beitir Ólafsson, markvörður KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég verð nú bara að segja að ég hef aldrei séð aðra eins frammistöðu hjá mark­manni eins og hjá Beiti í kvöld. Hans frammistaða skil­ur á milli. Frammistaðan hjá okk­ur var frá­bær en úr­slit­in skelfi­leg," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, við mbl.is eftir 1-2 tap KA gegn KR í gær.

KA lék manni fleiri stærstan hluta leiksins en þrátt fyrir það þurfti liðið að sætta sig við tap. Beitir var magnaður í rammanum og geta gestirnir úr Vesturbænum þakkað honum fyrir stigin þrjú.

Heimamenn herjuðu vel á KR-inga og reyndu að ná inn jöfnunarmarkinu en Beitir var í ham.

Sjá einnig:
Úrvalslið 11. umferðar Pepsi Max-deildarinnar

Í Innkastinu sem tekið var upp í dag var tilkynnt að Beitir væri leikmaður 11. umferðar deildarinnar.

„Þegar Beitir á svona daga þá er hann besti markvörður á Íslandi en það er ekki endilega alltaf. Hann á þetta inni og þegar vörnin er góð fyrir framan þá eru markverðirnir yfirleitt betri. Hann átti stórkostlegan leik í dag," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í viðtali eftir leikinn.

Beitir, sem er nýorðinn 35 ára, hefur varið mark KR síðan 2017. Með sigrinum í gær kom KR sér upp í fjórða sæti Pepsi Max-deildarinnar.

Leikmenn umferðarinnar:
10. umferð: Andri Yeoman (Breiðablik)
9. umferð: Hannes Þór Halldórsson (Valur)
8. umferð: Nikolaj Hansen (Víkingur)
6. umferð: Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
5. umferð: Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
4. umferð: Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
3. umferð: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
2. umferð: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
1. umferð: Sölvi Geir Ottesen (Víkingur)
Innkastið - Úrvalslið 1-11 og einn af leikjum ársins
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner