Öruggur sigur Aftureldingar

Afturelding tók á móti liði Þórs á Fagverksvellinum við Varmá í dag og var sigurinn öruggur. Niðurstaðan 2-0. Leikurinn var í 15.umferð Lengjudeildar karla og gefur Mosfellingum mikið sem jafna Þór að stigum og kveðja botninn með sigrinum.
Magnús Már, þjálfari liðsins, var sáttur í leikslok „Ánægður með strákana, sérstaklega varnarlega. Vantaði aðeins upp á sóknarleikinn í fyrri hálfleik. Vorum mikið með boltann en náðum ekki alveg að skapa færi en það kom í seinni hálfleik"
Magnús Már, þjálfari liðsins, var sáttur í leikslok „Ánægður með strákana, sérstaklega varnarlega. Vantaði aðeins upp á sóknarleikinn í fyrri hálfleik. Vorum mikið með boltann en náðum ekki alveg að skapa færi en það kom í seinni hálfleik"
Lestu um leikinn: Afturelding 2 - 0 Þór
Magnús stillti upp nýju miðvarðapari í leiknum. Alberto kemur inn í liðið en hann hafði verið að glíma við meiðsli og hliðin á honum var Ýmir sem gekk nýlega til liðs við Aftureldingu. Magnús var sáttur með þá og varnarleikinn heilt yfir „Þeir komu báðir mjög öflugir inn í þetta. Alberto auðvitað búinn að vera meiddur í allt sumar og Ýmir kom til okkar í síðustu viku. Virkilega flott frammistaða hjá þeim og öllu liðinu. Það voru allir on it varnarlega sem var virkilega vel gert" Sagði Magnús Már.
Nánar er rætt við Magnús í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir