Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
   fös 08. júlí 2016 21:55
Arnar Daði Arnarsson
Orri: Ég sé ekki um fjármálahliðina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Þórðarson þjálfari FH þurfti að sætta sig við 2-1 tap gegn Fylki á heimavelli í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Hann var ósáttur með mörkin sem liðið fékk á sig og segir að liðið hafi kastað þessum leik frá sér.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Fylkir

„Við köstuðum þessu frá okkur með því að gefa tvö ódýr mörk. Sem er sorglegt því mér fannst Fylkir sterkari fyrsta korterið, á meðan við vorum að finna okkur en eftir það fannst mér við ná yfirhöndina á leiknum og jöfnuðum fyrir hlé," sagði Orri og hélt áfram:

„Síðan komum við sterkar inn í seinni hálfleikinn og í rauninni sá ég bara eitt lið fara vinna þennan leik en við getum ekki ætlast til að vinna leiki þegar við gefum svona mörk á okkur."

FH hefur átt í erfiðleikum með að skora mörk í deildinni í sumar en skoraði þó eitt í kvöld.

„Við skoruðum fínt mark og fáum tækifæri til að skora fleiri mörk. Mér fannst sóknarleikurinn í þessum leik miklu beittari en hefur verið. Leikurinn við Þór/KA var mjög dapur, Selfossleikurinn var aðeins skref upp á við og þessi leikur var ennþá betri."

„Við köstuðum þessu frá okkur. Við áttum að vinna þennan leik, við áttum aldrei að tapa honum. Ef við höldum svona áfram þá eigum við eftir að hala inn stigum."

Nú er FH-liðið einu stigi frá fallsæti með sjö stig. Orri vonast eftir því að geta styrkt hópinn þegar félagaskiptaglugginn opnar.

„Það verður að koma í ljós. Ég myndi vilja styrkja okkur og við erum að skoða 1-2 möguleika. Það er ekkert á vísan að róa og það þarf margt að ganga upp svo það gerist. En við höfum áhuga á því."

„Ég sé ekki um fjármálahliðina og læt aðra um það," sagði Orri að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner