Orri Þórðarson þjálfari FH þurfti að sætta sig við 2-1 tap gegn Fylki á heimavelli í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
Hann var ósáttur með mörkin sem liðið fékk á sig og segir að liðið hafi kastað þessum leik frá sér.
Hann var ósáttur með mörkin sem liðið fékk á sig og segir að liðið hafi kastað þessum leik frá sér.
Lestu um leikinn: FH 1 - 2 Fylkir
„Við köstuðum þessu frá okkur með því að gefa tvö ódýr mörk. Sem er sorglegt því mér fannst Fylkir sterkari fyrsta korterið, á meðan við vorum að finna okkur en eftir það fannst mér við ná yfirhöndina á leiknum og jöfnuðum fyrir hlé," sagði Orri og hélt áfram:
„Síðan komum við sterkar inn í seinni hálfleikinn og í rauninni sá ég bara eitt lið fara vinna þennan leik en við getum ekki ætlast til að vinna leiki þegar við gefum svona mörk á okkur."
FH hefur átt í erfiðleikum með að skora mörk í deildinni í sumar en skoraði þó eitt í kvöld.
„Við skoruðum fínt mark og fáum tækifæri til að skora fleiri mörk. Mér fannst sóknarleikurinn í þessum leik miklu beittari en hefur verið. Leikurinn við Þór/KA var mjög dapur, Selfossleikurinn var aðeins skref upp á við og þessi leikur var ennþá betri."
„Við köstuðum þessu frá okkur. Við áttum að vinna þennan leik, við áttum aldrei að tapa honum. Ef við höldum svona áfram þá eigum við eftir að hala inn stigum."
Nú er FH-liðið einu stigi frá fallsæti með sjö stig. Orri vonast eftir því að geta styrkt hópinn þegar félagaskiptaglugginn opnar.
„Það verður að koma í ljós. Ég myndi vilja styrkja okkur og við erum að skoða 1-2 möguleika. Það er ekkert á vísan að róa og það þarf margt að ganga upp svo það gerist. En við höfum áhuga á því."
„Ég sé ekki um fjármálahliðina og læt aðra um það," sagði Orri að lokum.
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir