
„Þetta er ömurleg tilfinning og glatað hvernig þetta endaði," sagði Agla María Albertsdóttir leikmaður Íslands eftir að liðið tapaði 4 - 1 gegn Portúgal í umspili um sæti á HM 2023 og er því úr leik. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fékk á sig víti og rautt spjald á 55. mínútu leiksins og það varð vendipunkturinn.
Lestu um leikinn: Portúgal 4 - 1 Ísland
„Ég finn mjög mikið til með Áslaugu Mundu. Núna er HM farið og það er ömurlegt fyrir hana sérstaklega því hún tekur það mikið inn á sig."
Ertu búin að sjá brotið aftur?
„Nei en af því að sjá þetta á vellinum fannst mér hún flækjast aftan í henni. Að fá víti og rautt spjald finnst mér aldrei harður dómur. Þekkjandi hana veit ég að þetta var aldrei viljaverk hjá henni. Það eru allir saman og styðja við bakið á henni en þetta réði samt sem áður ekki úrslitum."
„Maður hefði vonast til að VAR myndi hjálpa okkur í svona atviki. Þetta er rosalega svekkjandi og erfitt að finna orðin."
Nánar er rætt við Öglu Maríu í spilaranum að ofan en þar ræðir hún um hvernig var að koma inn í leikinn og andrúmsloftið í klefanum eftir leik sem og fyrirkomulagið á umspilinu.