Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   þri 11. október 2022 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Steini: Meira pirraður eftir að hafa séð brotið og rauða aftur
Icelandair
Steini á hliðarlínunni í kvöld.
Steini á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

„Ég er svekktur og varð meira pirraður eftir að hafa horft á brotið aftur og rauða spjaldið," sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands eftir 4 - 1 tap gegn Portúgal í framlengdum leik í umspili um sæti á HM 2023 í kvöld.


Lestu um leikinn: Portúgal 4 -  1 Ísland

„Mér finnst þetta óskiljanlegur dómur," hélt hann áfram en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir fékk að líta rauða spjaldið og dæmt var víti á Ísland á 55. mínútu.

„Hún hefði hugsanlega geta dæmt víti en snertingin var ekki mikil. Hún henti sér niður en þær gerðu það svosem út um allan völl allan leikinn. Þetta var aldrei rautt spjald og hún var ekki viljandi að toga hana niður. Þær rekast saman og við það verður þetta fall. Hún hefði hugsanlega geta dæmt víti á þetta en aldrei rautt spjald."

Fannst honum halla á Ísland í dómgæslunni í kvöld?

„Ég veit það ekki, hausinn á mér er á þannig flugi að ég geri mér ekki alveg grein fyrir því. Ég var alveg viss um að hún myndi dæma þetta mark sem við skoruðum af í VAR eftir að Guðný togaði í hana þarna. Hún dæmir brot á það og ekkert óeðlilegt við það. Svo er fúlt að fá á sig mark og lenda undir en við svöruðum og komum af krafti inn í leikinn strax eftir rauða spjaldið og gerðu það heilt yfir vel."

Nánar er rætt í Steina í spilaranum að ofan en hann ræðir þar veikindi Söru Bjarkar, að byrjunarliðið hafi lekið út og fyrirkomulagið á umspilinu.  Hann segir liðið fá frí í nóvember þó það sé leikjagluggi þá.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner