Jósef Kristinn Jósefsson bjargaði stigi fyrir Grindavík þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í Inkasso-deildinni í kvöld.
Gestirnir frá Akureyri leiddu 2-0 í leikhléi en Jósef jafnaði metin í 2-2 á 82. mínútu.
Gestirnir frá Akureyri leiddu 2-0 í leikhléi en Jósef jafnaði metin í 2-2 á 82. mínútu.
Lestu um leikinn: Grindavík 2 - 2 KA
„Ég held maður verði að taka stigið sáttur. Þetta var sanngjarnt held ég að öllu leyti, þeir eru 2-0 yfir í fyrri og það voru engin leiðindi í hálfleik. Við vorum staðráðnir í því að við ætluðum allavega að jafna metin og sjá svo til," sagði Jósef eftir leikinn.
„Við vorum miklu meira með boltann og þetta sýnir líka bara karakterinn í liðinu, það er góð stemning í hópnum og menn komu ekki inn í hálfleik og hraunuðu yfir allt og alla þótt við gáfum þeim seinna markið. Við vorum bara með kassann úti og ætluðum að jafna."
Jobbi viðurkennir að Grindvíkingar geti sjálfum sér um kennt að hafa lent 2-0 undir:
„Algjörlega, þetta er óþolandi svona eftir leik. Við verðum gersamlega að hætta þessu, við gáfum leikinn gegn Keflavík og við hefðum ekki þurft að spila hann, við hefðum bara getað gefið hann 2-0 eða eitthvað."
Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir