Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
   þri 12. júlí 2016 21:42
Hafliði Breiðfjörð
Jobbi: Verðum gjörsamlega að hætta þessu
Jobbi tryggði Grindavík stig.
Jobbi tryggði Grindavík stig.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Jósef Kristinn Jósefsson bjargaði stigi fyrir Grindavík þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í Inkasso-deildinni í kvöld.

Gestirnir frá Akureyri leiddu 2-0 í leikhléi en Jósef jafnaði metin í 2-2 á 82. mínútu.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 KA

„Ég held maður verði að taka stigið sáttur. Þetta var sanngjarnt held ég að öllu leyti, þeir eru 2-0 yfir í fyrri og það voru engin leiðindi í hálfleik. Við vorum staðráðnir í því að við ætluðum allavega að jafna metin og sjá svo til," sagði Jósef eftir leikinn.

„Við vorum miklu meira með boltann og þetta sýnir líka bara karakterinn í liðinu, það er góð stemning í hópnum og menn komu ekki inn í hálfleik og hraunuðu yfir allt og alla þótt við gáfum þeim seinna markið. Við vorum bara með kassann úti og ætluðum að jafna."

Jobbi viðurkennir að Grindvíkingar geti sjálfum sér um kennt að hafa lent 2-0 undir:

„Algjörlega, þetta er óþolandi svona eftir leik. Við verðum gersamlega að hætta þessu, við gáfum leikinn gegn Keflavík og við hefðum ekki þurft að spila hann, við hefðum bara getað gefið hann 2-0 eða eitthvað."

Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner