„Mér líður ekki vel, við erum gríðarlega svekktir sérstaklega eftir svona frammistöðu, mér fannst við eiga meira skilið en þetta en fótbolti er grimm íþrótt." sagði Karl Friðleifur Gunnarsson við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Malmö í kvöld.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 3 Malmö
„Þetta var gríðarlega erfitt úti þarna um daginn manni færri eftir 35 mínútur og mér fannst við vera gera gríðarlega vel þar að ná að halda einvíginu á lífi og við komum fullir sjálfstrausts inn í þennan leik. Þú sérð bara gæðin í þessum leikmönnum, ef við erum "sloppy" í eina sekúndu þá refsa þeir og þeir eru svo sannarlega með gæðin í að refsa okkur og þeir gerðu það í dag."
Kristall Máni Ingason var sendur útaf í fyrri leiknum eftir rétt tæpan hálftíma leik og var Pablo Punyed spurður hvort að þið hefði ekki klárað þetta einvígi með hann inn á allan leikinn úti og hér í Víkinni í kvöld.
„Það er alltaf hægt að segja ef og hefði en ég held að við þurfum að læra sérstaklega á þessari frammistöðu í dag afþví að við skorum þrjú mörk og fáum á okkur eða sex samtals í þessu einvígi og við þurfum bara að horfa á afhverju við erum að fá þessi mörk á okkur. Ef við náum að fínpússa það að ekki vera fá á okkur svona mörg mörk þá getum við farið að vinna einvígi."
Karl Friðleifur Gunnarsson átti magnaðan leik fyrir Víkinga í kvöld en hann skoraði tvö mörk í kvöld en segir þau ekki skipta neinu máli þar sem liðið vann ekki leikinn í kvöld.
„já mjög ánægður en gríðarlega svekktur því þessi mörk skipta engu þegar þú vinnur ekki leiki."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.