
Davíð Smári Lamude var í morgun kynntur sem nýr þjálfari Vestra í Lengjudeildinni.
Samúel Samúelsson stjórnarmaður hjá Vestra segist lítast gríðarlega vel á þessa ráðningu og að miklar vonir séu bundnar við Davíð sem gerði frábæra hluti með Kórdrengi. Davíð mun flytja á Ísafjörð.
Samúel Samúelsson stjórnarmaður hjá Vestra segist lítast gríðarlega vel á þessa ráðningu og að miklar vonir séu bundnar við Davíð sem gerði frábæra hluti með Kórdrengi. Davíð mun flytja á Ísafjörð.
„Davíð Smári er karakter sem ég fíla alveg gríðarlega vel, hann er ótrúlega metnaðarfullur. Einkenni liða hans eru þvílíkur dugnaður, liðin hans eru vel skipulögð og ég veit að hann vill spila góðan fótbolta. Hann er ótrúlega metnaðargjarn. Mér leist vel á hann og eftir að hafa spjallað við hann lýst mér enn betur á hann," segir Samúel.
„Það er þvílíkt fagnaðarefni að hann verði búsettur á Ísafirði. Þetta er klárlega skref fram á við fyrir okkur. Það spilar stóra rullu í þessari ráðningu."
Ræddi Samúel við marga þjálfara í þessari þjálfaraleit eftir að Gunnar Heiðar Þorvaldsson hætti?
„Nei, við spjölluðum lauslega við tvo þjálfara fyrir utan Davíð. Eftir að hafa rætt við Davíð fannst okkur hann smella. Í hreinskilni þá gerði ég aldrei ráð fyrir því að Davíð yrði á lausu, ef ég á að segja alveg eins og er þá hélt ég að hann yrði hjá Kórdrengjum að eilífu."
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan. Þar ræðir Samúel meðal annars um liðið tímabil, Gunnar Heiðar, leikmannahópinn og nýtt fyrirkomulag Lengjudeildarinnar á næsta ári.
Athugasemdir