Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   fim 13. október 2022 11:15
Elvar Geir Magnússon
Sammi: Hélt að Davíð yrði hjá Kórdrengjum að eilífu
Lengjudeildin
Samúel Samúelsson.
Samúel Samúelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude var í morgun kynntur sem nýr þjálfari Vestra í Lengjudeildinni.

Samúel Samúelsson stjórnarmaður hjá Vestra segist lítast gríðarlega vel á þessa ráðningu og að miklar vonir séu bundnar við Davíð sem gerði frábæra hluti með Kórdrengi. Davíð mun flytja á Ísafjörð.

„Davíð Smári er karakter sem ég fíla alveg gríðarlega vel, hann er ótrúlega metnaðarfullur. Einkenni liða hans eru þvílíkur dugnaður, liðin hans eru vel skipulögð og ég veit að hann vill spila góðan fótbolta. Hann er ótrúlega metnaðargjarn. Mér leist vel á hann og eftir að hafa spjallað við hann lýst mér enn betur á hann," segir Samúel.

„Það er þvílíkt fagnaðarefni að hann verði búsettur á Ísafirði. Þetta er klárlega skref fram á við fyrir okkur. Það spilar stóra rullu í þessari ráðningu."

Ræddi Samúel við marga þjálfara í þessari þjálfaraleit eftir að Gunnar Heiðar Þorvaldsson hætti?

„Nei, við spjölluðum lauslega við tvo þjálfara fyrir utan Davíð. Eftir að hafa rætt við Davíð fannst okkur hann smella. Í hreinskilni þá gerði ég aldrei ráð fyrir því að Davíð yrði á lausu, ef ég á að segja alveg eins og er þá hélt ég að hann yrði hjá Kórdrengjum að eilífu."

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan. Þar ræðir Samúel meðal annars um liðið tímabil, Gunnar Heiðar, leikmannahópinn og nýtt fyrirkomulag Lengjudeildarinnar á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner