Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   sun 16. október 2022 19:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úlfarsárdal
Sigurður Arnar í nýrri stöðu: Ekki gerst áður í efstu deild
Sigurður Arnar Magnússon.
Sigurður Arnar Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Sigurður Arnar Magnússon lék nýja stöðu í dag þegar ÍBV vann 1-3 sigur gegn Fram í Bestu deildinni í dag.

Sigurður Arnar lék á miðsvæðinu og var stórkostlegur. Hann gerði tvö mörk fyrir Vestmannaeyinga er þeir gulltryggðu áframhaldandi veru sína í deild þeirra bestu.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  3 ÍBV

„Það er ánægjulegt að vinna, og rosalega ánægjulegt að tryggja veru okkar í deildinni. Það er líka gaman að vera búnir að vinna alla þrjá leikina í þessari tvískiptingu," sagði Sigurður eftir leik.

Um nýja stöðu sagði hann: „Ég var aðeins óöruggur. Það er gott að hafa strákana til að bakka sig upp, að spjalla við mig á meðan leikurinn er í gangi. Mér finnst gaman að hlaupa, ég er með hlaupagetu í þetta. Það er gaman að fara ofar á völlinn en ég er svo sem sáttur á meðan ég er að spila, alveg sama hvar það er."

Hann skorar tvö mörk í dag, hefur það gerst áður?

„Ekki í efstu deild. Ég skoraði einu sinni þrennu í 4. deild með KFS. Ekki í alvöru leik fyrir ÍBV, það hefur ekki gerst. Það er alltaf mjög gaman að setja boltann í markið. Það er mjög gaman að skora en aðalatriðið er að vinna leikina. Það kom líka. Ég hef skorað tvö önnur mörk í sumar og þá fór maður svekktur af vellinum. Þá nær maður ekki að njóta þess eins," segir þessi öflugi leikmaður en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner