Miðvörðurinn Sigurður Arnar Magnússon lék nýja stöðu í dag þegar ÍBV vann 1-3 sigur gegn Fram í Bestu deildinni í dag.
Sigurður Arnar lék á miðsvæðinu og var stórkostlegur. Hann gerði tvö mörk fyrir Vestmannaeyinga er þeir gulltryggðu áframhaldandi veru sína í deild þeirra bestu.
Sigurður Arnar lék á miðsvæðinu og var stórkostlegur. Hann gerði tvö mörk fyrir Vestmannaeyinga er þeir gulltryggðu áframhaldandi veru sína í deild þeirra bestu.
Lestu um leikinn: Fram 1 - 3 ÍBV
„Það er ánægjulegt að vinna, og rosalega ánægjulegt að tryggja veru okkar í deildinni. Það er líka gaman að vera búnir að vinna alla þrjá leikina í þessari tvískiptingu," sagði Sigurður eftir leik.
Um nýja stöðu sagði hann: „Ég var aðeins óöruggur. Það er gott að hafa strákana til að bakka sig upp, að spjalla við mig á meðan leikurinn er í gangi. Mér finnst gaman að hlaupa, ég er með hlaupagetu í þetta. Það er gaman að fara ofar á völlinn en ég er svo sem sáttur á meðan ég er að spila, alveg sama hvar það er."
Hann skorar tvö mörk í dag, hefur það gerst áður?
„Ekki í efstu deild. Ég skoraði einu sinni þrennu í 4. deild með KFS. Ekki í alvöru leik fyrir ÍBV, það hefur ekki gerst. Það er alltaf mjög gaman að setja boltann í markið. Það er mjög gaman að skora en aðalatriðið er að vinna leikina. Það kom líka. Ég hef skorað tvö önnur mörk í sumar og þá fór maður svekktur af vellinum. Þá nær maður ekki að njóta þess eins," segir þessi öflugi leikmaður en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir