Svartfjallaland 0 - 2 Ísland
0-1 Orri Steinn Óskarsson ('74)
0-2 Ísak Bergmann Jóhannesson ('88)
0-1 Orri Steinn Óskarsson ('74)
0-2 Ísak Bergmann Jóhannesson ('88)
Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 - 2 Ísland
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu heimsóttu Svartfjallaland í næstsíðustu umferð í Þjóðadeildinni.
Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn og komu Svartfellingar boltanum í netið, en ekki dæmt mark vegna rangstöðu.
Arnór Ingvi Traustason og Jóhann Berg Guðmundsson áttu hættulegustu marktilraunir Íslendinga í fyrri hálfleik en ekki ein einasta tilraun rataði á markrammann.
Í síðari hálfleik ríkti áfram þokkalegt jafnræði á vellinum og áttu Svartfellingar hættulega marktilraun áður en Orri Steinn Óskarsson setti boltann í netið á 74. mínútu. Orri Steinn var einn á auðum sjó innan vítateigs og kláraði með þægilegu skoti eftir góðan skalla frá Mikael Agli Ellertssyni til að taka forystuna.
Svartfellingar voru í vandræðum með að hreinsa boltann úr teignum og nýtti Mikael sér það til að leggja upp fyrsta mark leiksins.
Svartfellingar reyndu að sækja sér jöfnunarmark en áttu í erfiðleikum með að skapa hættu. Þess í stað innsiglaði Ísak Bergmann Jóhannesson, sem kom inn af bekknum á 68. mínútu, sigurinn með frábæru skoti eftir flotta skyndisókn á lokamínútum venjulegs leiktíma.
Þessi sigur þýðir að Ísland er komið með 7 stig eftir 5 umferðir og á enn möguleika á að taka annað sæti riðilsins af Wales í lokaumferðinni.
Athugasemdir