
HM í Katar hefst á sunnudaginn og hefur FIFA ákveðið að gera gamla leiki frá fyrri heimsmeistaramótum aðgengilega á vefsvæði sínu.
Hægt er að horfa á leiki allt frá HM 1970 og að síðasta heimsmeistaramóti sem var haldið í Rússlandi 2018, þar sem Ísland var í riðli ásamt Nígeríu, Argentínu og Króatíu.
Öllum er því frjálst að skoða sig um á vefsíðu FIFA og horfa á gamla HM leiki til að hita upp fyrir þetta frábæra stórmót sem er aðeins haldið á fjögurra ára fresti.
Smelltu hér til að skoða gamla HM leiki.
Athugasemdir