Elvar Geir Magnússon skrifar frá Cardiff
,,Maður sér af hverju þetta er einn af dýrustu leikmönnum í heiminum," sagði Ari Freyr Skúlason um Gareth Bale eftir vináttuleik Wales og Íslands í kvöld.
Bale fór á kostum lagði upp tvö mörk og skoraði eitt í 3-1 sigri Wales en Ari Freyr átti í erfiðleikum með hann í leiknum.
,,Það mætti segja að hann hafi leikið sér að mér. Við áttum fínan fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var þetta one man show. Hann sýndi hversu megnugur hann er. Þetta er klassa leikmaður og einn af þeim bestu sem ég hef mætt."
Bale fór á kostum lagði upp tvö mörk og skoraði eitt í 3-1 sigri Wales en Ari Freyr átti í erfiðleikum með hann í leiknum.
,,Það mætti segja að hann hafi leikið sér að mér. Við áttum fínan fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var þetta one man show. Hann sýndi hversu megnugur hann er. Þetta er klassa leikmaður og einn af þeim bestu sem ég hef mætt."
,,Hann var ekkert að vinna varnarvinnuna, hann beið úti á kanti eftir að fá boltann. Því miður var þetta bara Bale á móti okkur."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir