Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   þri 18. júlí 2017 22:29
Arnar Daði Arnarsson
EM í Hollandi
Sara: Af hverju heldur hún að ég sé hérna?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög svekkjandi en ef maður horfir upp í stúku og á liðið þá getur maður labbað af vellinum stoltur og ég held að það skipti miklu máli fyrir næsta leik að við spiluðum vel og gerðum það sem við tæluðum að gera," sagði fyrirliði íslenska landsliðsins eftir 1-0 tap gegn Frakklandi í kvöld.

Lestu um leikinn: Frakkland 1 -  0 Ísland

„Það er ótrúlega svekkjandi að tapa og fá ekkert úr þessum leik eftir góða frammistöðu. Það er margt jákvætt sem við getum tekið úr þessum leik. Það er svo stutt á milli leikja að við þurfum að sleppa þessum leik í kvöld og byrja að fókusera á næsta leik," sagði Sara og einbeitingin skein af henni.

„Þær komust ekki mikið í færi og við spiluðum rosalega agaðan og góðan varnarleik. Það er þess vegna sem þetta er ótrúlega svekkjandi að fá á sig þessa vítaspyrnu," sagði Sara sem sagðist ekki hafa séð þetta nægilega vel en sagði að sama skapi að Íslandi hafi átt að fá víti í fyrri hálfleik.

Þær Agla María, Ingibjörg og Sísí Lára byrjuðu allar leikinn í dag. Í sínum fyrsta mótsleik fyrir Ísland.

„Það er eins og þær séu með 50 leiki á bakinu. Þær eru með mikið sjálfstraust og eru komnar inn í þetta mót sem geðveikir töffarar. Það er frábært og eitthvað sem við þurfum á að halda. Maður var smá stressaður yfir því hvernig spennustigið yrði en það var ekkert mál. Þær voru grjótharðar."

Sara Björk fékk forvitnilega spurningu á fréttamannafundinum í gær um það "Hvort Ísland gæti unnið Frakkland?" sem Sara nánast hló að.

„Hún spurði mig hvort við gætum unnið. Afhverju heldur hún að ég sé hérna? Við unnum fyrir þessu. Og spyrja hvort við getum unnið þetta lið. Það sýnir kannski meira þeirra attitude. Við hefðum léttilega getað unnið þær í dag en þetta féll með þeim," sagði Sara Björk.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner