
Sóknarmaðurinn Ivan Toney var ekki valinn í enska landsliðshópinn fyrir HM af fótboltalegum ástæðum.
Þetta segir Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska fótboltasambandsins.
Þetta segir Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska fótboltasambandsins.
Hinn 26 ára gamli Toney hefur skorað tíu mörk í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og þótti líklegur til að vera í lokahópnum fyrir HM.
En hann var það ekki. Svo fyrir nokkrum dögum var hann ásakaður um að hafa brotið sömu veðmálaregluna 232 sinnum.
Í kjölfarið hafa einhverjir spurt sig að því hvort þessi rannókn tengist HM-valinu eitthvað en Bullingham segir svo ekki vera. „Það mátti klárlega kalla hann í hópinn," segir hann.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, kaus bara ekki að velja hann.
Athugasemdir