„Þetta er bara drullusvekkjandi. Við vorum ekki nógu góðar í fyrri hálfleik. Þær voru að pressa okkur og spila fast og við náðum ekki að leysa úr því í fyrri hálfleik. Við áttum betri seinni hálfleik og náðum að spila boltanum ágætlega en náðum ekki að skapa okkur mörg hættuleg færi. Svo er þetta bara slysamark, 2-0.”, sagði Edda Garðarsdóttir, þjálfari KR, eftir tapið gegn ÍA í kvöld.
Lestu um leikinn: KR 0 - 2 ÍA
„Þetta var svona stöngin út leikur. Við erum að taka auka touch þegar við eigum að skjóta, erum að hlaupa þegar við eigum að fá hann. Þetta var svolítið þannig leikur og það var ekki það sem við þurftum á að halda í kvöld og á móti Skaganum en það góða við þetta er að mótið er bara hálfnað og það eru níu leikir eftir.”
„Allir vita að maður fær þrjú stig fyrir sigur og eitt fyrir jafntefli og í níu leikjum getur nú ansi mikið gerst. Þótt að maður sé lítil skúta. Stundum að sigla í kapp við stórútgerðir og frystitogarara. Dagsróður og svo framvegis. Við þekkjum þetta íslendingar.”
„Við verðum bara að gera bátinn kláran og fá alla með. Við viljum helst ekki skilja neinn eftir á bryggjunni.”
Að lokum spurðum við út í félagaskiptamarkaðinn og hvort KR-ingar hefðu í hyggju að styrkja leikmannahópinn sinn.
„Ég er nú að senda stúlku frá mér á lán en ég veit það ekki. Vonandi. Kannski. Það er hugsanlegt,” sagði Edda að lokum en hægt er að horfa á viðtalið við hana í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir