Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fim 19. október 2023 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Grétars: Á frekar von á því að Haukur fari í annað lið
Fyrirliðinn Haukur Páll er 36 ára. Hann gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2010.
Fyrirliðinn Haukur Páll er 36 ára. Hann gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2010.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sveinn Sigurður stóð sig vel í lok móts.
Sveinn Sigurður stóð sig vel í lok móts.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvar spilar Birkir á næsta tímabili?
Hvar spilar Birkir á næsta tímabili?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum á allt öðrum stað núna heldur en í fyrra, erum aðeins að skoða, það verða ekki miklar hreyfingar hjá okkur - gætu orðið 1-2 leikmenn. Það fer eftir því hvort einhver sé að fara o.s.frv.. Ég á ekki von á miklum breytingum," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, þegar hann var spurður hvort eitthvað væri að frétta af leikmannamálum hjá Val.

Birkir fær andrými
Birkir Már Sævarsson, Haukur Páll Sigurðsson og Sveinn Sigurður Jóhannesson eru leikmenn sem eru að renna út á samningi hjá Val. Birkir Már og fjölskylda hans eru á leið til Svíþjóðar en hann hefur þó ekki útilokað að spila með Val á næsta tímabili. Fyrirliðinn Haukur Páll spilaði ekki marga leiki í sumar og gæti leitað annað. Hvernig er samtalið við Birki Má?
   03.09.2023 18:06
Birkir Már flytur til Svíþjóðar - Búinn að hafa samband við Hammarby

   02.10.2023 13:00
Kæmi ekki á óvart ef Sveinn fengi nýjan samning - Spurning með Hauk Pál

„Ég talaði við Birki rétt fyrir síðustu leikina. Fjölskyldan er, ef ég man rétt, búinn að kaupa hús úti og hann er að skoða hvort hann geti fundið sér eitthvað lið þar, vill vera hjá fjölskyldunni sinni. Hann er að skoða það. Ef það er ekki að ganga þá þarf hann að taka ákvörðun. Hann er alveg ákveðinn í því að hann ætlar að halda áfram að spila fótbolta. Við erum aðeins að gefa honum smá andrými, svo verða hlutirnir skoðaðir."

Gríðarlega mikilvægur þó að hlutverkið innan vallar hafi minnkað
Hvernig er samtalið við Hauk Pál og Svenna Sigga?

„Ég átti gott samtal við Hauk eftir að mótið kláraðist. Eins og flestir vita þá fékk hann ekki mikinn spiltíma. Hann var samt gríðarlega mikilvægur fyrir okkur; á æfingum og í klefanum. Hlutir sem menn kannski sjá ekki. Hans hlutverk inn á vellinum hefur minnkað. Hann hefur ennþá helling til að gefa og getur ennþá verið inn á vellinum fyrir einhverja sem eru kannski ekki með sömu markmið og Valur. Ég á frekar meira von á því að Haukur fari í annað lið, finnst það líklegast þó að ég ætli ekki að útiloka eitt eða neitt. Svo er held ég samtal í gangi við Svenna."

Haukur Páll hefur verið orðaður við Þrótt Reykjavík þar sem hann er uppalinn.

Alltaf að skoða hvaða möguleikar eru í boði
Arnar nefndi að hann vildi fá inn bakvörð í hópinn og tvo slíka ef Birkir Már verður ekki með liðinu á næsta tímabili. Er einhver önnur staða sem þarf að styrkja?
   14.09.2023 12:51
Arnar vill fá einn bakvörð ef Birkir verður áfram, annars tvo

„Við erum alltaf að skoða og sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni. Það er erfitt fyrir okkur að vera eltast við einhverja leikmenn sem eru á samning. Við þurfum að leita að leikmönnum sem eru samningslausir, þurfum að skoða hvað er í boði og hvað gæti dottið inn hjá okkur. Það er meira hvort það komi upp eitthvað spennandi. Við erum ekkert að leita að rosalega mörgum stöðum," sagði Arnar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner