Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mán 20. ágúst 2018 21:16
Sverrir Örn Einarsson
Halldór Smári: Þurfum að fara að vinna leiki
Halldór Smári Sigurðsson
Halldór Smári Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta svíður, þú getur rétt ímyndað þér það. Við erum náttúrulega lið sem lítið hefur gengið upp fyrir undanfarið þannig að fá þetta mark á okkur er bara ótrúlega sárt.“
Sagði Halldór Smári Sigurðsson fyrirliði Víkinga um tilfinninguna að leik loknum.

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  2 Víkingur R.

Þótt úrslitin hafi ekki verið að að falla með Víkingum að undanförnu er stíganda að merkja í leik liðsins. Finnst Halldóri liðið vera að færast í rétta átt?

„Já ég myndi segja að það hafi klárlega verið mikil framför í Breiðabliks leiknum frá Grindavík og svo aftur núna í seinni hálfleik. Þá fannst mér þessi barátta koma sem hefur vantað og við komumst yfir 2-1 á einmitt svona baráttumörkum þannig að klárlega er einhver stígandi en við þurfum að fara að vinna leiki.“

Talsvert rót hefur verið á varnarlínu Víkinga að undanförnu og hefur það eflaust haft áhrif á leik liðsins.

„Það væri alveg æðislegt að ná meira en nokkrum leikjum í röð með einum félaga í hafsent en Sölvi, Gulli og Arnþór eru allt strákar sem geta spilað hafsent og Arnþór var bara rosalegur í dag.“

Sagði Halldór Smári en nánar er rætt við hann í spilarnum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner