
Benedikt Bóas Hinriksson og Tómas Þór Þórðarson halda um stjórnartaumana í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á morgun laugardag milli 12 og 14.
Atli Viðar Björnsson fótboltasérfræðingur og fyrrum markahrókur er gestur þáttarins og rýnir með þeim í íslenska landsliðið og þetta einvígi við Kósovó nú þegar fyrri leikurinn er að baki.
Atli Viðar Björnsson fótboltasérfræðingur og fyrrum markahrókur er gestur þáttarins og rýnir með þeim í íslenska landsliðið og þetta einvígi við Kósovó nú þegar fyrri leikurinn er að baki.
Farið verður yfir helstu tíðindi vikunnar og Elvar Geir Magnússon verður í beinni frá Spáni þar sem Ísland mun 'taka á móti' Kósovó á sunnudaginn.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.
Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.
Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna
Athugasemdir