„Alltaf leiðinlegt að tapa, en við verðum bara að halda áfram," sagði Þórdís Elva Ágústsdóttir, fyrirliði Fylkis, eftir 1-0 tap gegn Stjörnunni í kvöld.
„Mér fannst við drullugóðar í byrjun leiks og í fyrri hálfleik. Svo einhvern veginn dettum við niður í seinni hálfleik og missum þær aðeins fram, en við hættum aldrei að berjast."
„Mér fannst við drullugóðar í byrjun leiks og í fyrri hálfleik. Svo einhvern veginn dettum við niður í seinni hálfleik og missum þær aðeins fram, en við hættum aldrei að berjast."
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 0 Fylkir
Fylkir er í fallsæti með 12 stig þegar þrír leikir eru eftir.
„Við erum bara í mjög góðum möguleika á að halda okkur uppi í þessari deild, við tökum bara einn leik í einu og það er nóg inni hjá okkur."
Fylkir tekur á móti Þrótti á mánudaginn.
„Það er bara skemmtilegur leikur, við erum bara spenntar að taka þær á heimavelli. Það eru fullt af jákvæðum punktum í þessum leik sem við getum tekið með okkur," sagði Þórdís að lokum.
Athugasemdir