City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
   þri 25. febrúar 2025 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Le Mans
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Icelandair
Létt yfir Cecilíu og Dagný Brynjarsdóttur á æfingu í Le Mans.
Létt yfir Cecilíu og Dagný Brynjarsdóttur á æfingu í Le Mans.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leikinn gegn Sviss.
Fyrir leikinn gegn Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við verðum ekki jafnmikið með boltann og erum undir það búnar," sagði Cecilía Rán Rúnarsdóttir markvörður íslenska landsliðsins við Fótbolta.net í Le Mans í Frakklandi.

Liðið gerði markalaust jafntefli við Sviss á föstudagskvöldið en mætir í kvöld Frökkum hér í Le Mans.

„Þær eru með mjög góða einstaklinga en ekki jafngott lið og við erum með. Þetta verður hörkuleikur. Það er erfitt að finna lið með betri liðsheild en íslenska liðið. Það hefur fleytt okkur langt hingað til og heldur áfram næstu árin."

Cecilía var búin að festa sig í sessi sem aðalmarkvörður Íslands en var lengi frá vegna meiðsla á síðasta ári. Á sama tíma stóðu Fanney Inga Birkisdóttir og Telma Ívarsdóttir sig frábærlega í markinu. Cecelía var svo í byrjunarliðinu gegn Sviss á föstudaginn en var hún farin að óttast að hún gæti misst sætið þegar hún sneri aftur?

„Ég segi það ekki, ég var bara heima að hugsa um að koma mér til baka svo ég studdi þær og var ánægð að sjá þegar þær stóðu sig vel því það þýðir að íslenska liðið stendur sig vel líka. Ég vildi bara koma til baka og gera mitt besta en svo velur þjálfarinn bara liðið og ég get ekki gert neitt í því."

Nánar er rætt við hana í spilaranum að ofan og þar ræðir hún tímann sinn með Inter á Ítalíu en þar hefur hún verið frábær og oft haldið hreinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner