Ian Jeffs þjálfari kvennaliðs ÍBV var hress í viðtali eftir bragðdauft 0-0 jafntefli við Stjörnuna á Hásteinsvelli í dag.
„Þetta var skemmtilegasti leikur sumarsins. Nei, þetta voru bara tvö lið sem að áttu svona off dag sóknarlega. En sýndu að þau geta varist vel sem lið, bæði Stjarnan og við"
Jeffsy var að mestu leyti sáttur með spilamennsku liðsins í leiknum.
„Upp að síðasta þriðjung var hún mjög góð, en hún var ekki sérstök í kringum vítateigin. Heilt yfir er ég ánægður með leikinn. Þetta er annar leikurinn í röð sem við spilum við mjög gott lið og höldum hreinu"
Athugasemdir