Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
banner
   mán 20. júní 2016 17:54
Magnús Már Einarsson
Henry Winter elskar Ísland: Liðið fer pottþétt áfram
Icelandair
Henry Winter í St. Etienne í dag.
Henry Winter í St. Etienne í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Winter hefur verið hrifinn af frammistöðu Hannesar.
Winter hefur verið hrifinn af frammistöðu Hannesar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Íslenska liðið hefur verið frábært og stuðningsmennirnir hafa verið stórkostlegir líka. Það getur ekki verið neinn eftir í Reykjavík, það eru allir hér," sagði Henry Winter, blaðamaður hjá Times í Englandi, við Fótbolta.net í dag.

Henry hefur í mörg ár verið þekktasti fótboltapenni Englendinga og hann er mættur á EM í Frakklandi. Hann hefur eins og margir hrifist af Íslendingum á mótinu.

„Þið eruð með góða leikmenn. Markvörðurinn hefur verið frábær og við þekkjum auðvitað Gylfa frá Swansea."

Hegðun Ronaldo sorgleg
Winter hafði mjög gaman að því að sjá íslenska liðið gera 1-1 jafntefli við Portúgal í síðustu viku.

„Það var frábært og ég veit ekki hvort ég hafði meira gaman af úrslitunum eða ummælum íslensku leikmannanna gegn Ronaldo eftir leik. Við vitum að Ronaldo vill verða bestur og vinna verðlaun. Bestu leikmennirnir, eins og Pele, hafa ákveðna reisn og sýna íþróttamennsku þó að þeim hafi ekki gengið vel. Mér fannst hegðun Ronaldo gegn íslenska liðinu vera frekar sorgleg."

Winter segist ekki vera í vafa um að Ísland nái góðum úrslitum gegn Austurríki á miðvikudag og fari áfram.

„Já, pottþétt. Þið hafið liðsanda og leikmenn sem spila fyrir hvorn annan. Grikkir unnu EM 2004, þrátt fyrir að vera ekki með nema kannski einn framúrskarandi leikmann," sagði Winter.

Hreifst af menntun fólks á Íslandi
Winter kom til Íslands í fyrra og hreifst mikið af landi og þjóð. „Ég fór til Íslands í fyrra og var að ræða við heimamenn á bar. Þeir voru spenntir yfir liðinu sem er búið að búa til þrátt fyrir ekki góðar aðstæður," sagði Winter sem ætlar að heimsækja Ísland aftur í framtíðinni.

„Þetta er svo fallegur staður. Það er gaman að skoða landið, sjá norðurljósin, bláa lónið og þessa túrista hluti. Þetta er risa land með fáum íbúum. Allir virðast vera menntaðir. Leigubílstjórinn var menntaður sem verkfræðingur í háskóla, þetta hlýtur að vera menntaðasta land í heimi," sagði hinn geðþekki Winter að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner