Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
banner
   mán 20. júní 2016 17:54
Magnús Már Einarsson
Henry Winter elskar Ísland: Liðið fer pottþétt áfram
Icelandair
Henry Winter í St. Etienne í dag.
Henry Winter í St. Etienne í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Winter hefur verið hrifinn af frammistöðu Hannesar.
Winter hefur verið hrifinn af frammistöðu Hannesar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Íslenska liðið hefur verið frábært og stuðningsmennirnir hafa verið stórkostlegir líka. Það getur ekki verið neinn eftir í Reykjavík, það eru allir hér," sagði Henry Winter, blaðamaður hjá Times í Englandi, við Fótbolta.net í dag.

Henry hefur í mörg ár verið þekktasti fótboltapenni Englendinga og hann er mættur á EM í Frakklandi. Hann hefur eins og margir hrifist af Íslendingum á mótinu.

„Þið eruð með góða leikmenn. Markvörðurinn hefur verið frábær og við þekkjum auðvitað Gylfa frá Swansea."

Hegðun Ronaldo sorgleg
Winter hafði mjög gaman að því að sjá íslenska liðið gera 1-1 jafntefli við Portúgal í síðustu viku.

„Það var frábært og ég veit ekki hvort ég hafði meira gaman af úrslitunum eða ummælum íslensku leikmannanna gegn Ronaldo eftir leik. Við vitum að Ronaldo vill verða bestur og vinna verðlaun. Bestu leikmennirnir, eins og Pele, hafa ákveðna reisn og sýna íþróttamennsku þó að þeim hafi ekki gengið vel. Mér fannst hegðun Ronaldo gegn íslenska liðinu vera frekar sorgleg."

Winter segist ekki vera í vafa um að Ísland nái góðum úrslitum gegn Austurríki á miðvikudag og fari áfram.

„Já, pottþétt. Þið hafið liðsanda og leikmenn sem spila fyrir hvorn annan. Grikkir unnu EM 2004, þrátt fyrir að vera ekki með nema kannski einn framúrskarandi leikmann," sagði Winter.

Hreifst af menntun fólks á Íslandi
Winter kom til Íslands í fyrra og hreifst mikið af landi og þjóð. „Ég fór til Íslands í fyrra og var að ræða við heimamenn á bar. Þeir voru spenntir yfir liðinu sem er búið að búa til þrátt fyrir ekki góðar aðstæður," sagði Winter sem ætlar að heimsækja Ísland aftur í framtíðinni.

„Þetta er svo fallegur staður. Það er gaman að skoða landið, sjá norðurljósin, bláa lónið og þessa túrista hluti. Þetta er risa land með fáum íbúum. Allir virðast vera menntaðir. Leigubílstjórinn var menntaður sem verkfræðingur í háskóla, þetta hlýtur að vera menntaðasta land í heimi," sagði hinn geðþekki Winter að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner