Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, var mjög svo sáttur eftir öflugan endurkomusigur gegn FH í Pepsi Max-deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: FH 2 - 4 Breiðablik
„FH-ingarnir hefðu getað skorað þrjú eða fjögur, en það var nóg til þess að kveikja í okkur. Við skorum fjögur mörk í Krikanum sem er með ólíkindum. Það sýnir gríðarlegan karakter í þessu liði," sagði Gústi.
Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar með 33 stig. Þrátt fyrir það hafa verið ýmsar kjaftasögur um framtíð Gústa.
„Ég les stundum fjölmiðla líka, ég les Fótbolta.net og 433. Ég hef orðið var við það, en ég er ánægður í Breiðablik. Við sjáum hvað setur, hvort það komi einhver betri þjálfari en ég, það verða aðrir að velja það. Mér líður vel og miðað við árangurinn þá er ég sáttur. Ég er með samning, en við erum með klásúlu (um riftun á samningi) í báðar áttir. Við munum taka stöðuna," sagði Gústi.
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir