„Mér fannst við koðna undan pressunni," sagði Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindvíkinga, eftir 3-1 tap gegn Fylki í Árbænum í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 3 - 1 Grindavík
„Við höfum undirbúið okkur þannig að við séum í Evrópubaráttu og teljum okkur vera komnir þangað. Við sýndum í dag að við erum ekki verðugir til að skilgreina okkur á þeim stalli."
„Um leið og þeir skoruðu annað markið þá koðnuðum við niður og þetta var ekki spurning eftir annað markið."
Grindavík er með 24 stig í 6. sæti, sex sigum á eftir KR sem er í síðasta Evrópusætinu.
„Ég held að það sé nokkuð ljóst að allir draumar um Evrópu eru farnir. Áður en við tökum næsta skref þá þurfum við hver og einn að sjá hvað við getum gert betur því við erum ekki að hámarka getuna í hópnum eins og hún er í dag."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir