
„Hafðu svarið stutt," sagði Lars Lagerback við Heimi Hallgrímsson þegar sá síðarnefndi var beðinn um að lýsa áhrifum þess sænska á sig og íslenskan fótbolta á fréttammannafundi í morgun.
„Ísland er land þar sem er bara áhugamannafótbolti. Þjálfararnir þar eru áhugamenn. Að fá náunga með þessa alþjóðlegu reynslu til að kenna okkur er algjörlega ómetanlegt. Hann skilur alla þesssa þekkingu eftir hjá íslenska knattspyrsnuambandinu. Ég er ekki sá eini sem græði á því. Allt knattspyrnusambandið græðir á þessu. Við áttum okkur kannski ekki á því hvað þetta er verðmætt," sagði Heimir.
„Ég veit að þú kannt ekki vel við það þegar þér er hrósað en þetta er ómetanlegt," sagði Heimir og brosti til Lars.
Hér fyrir ofan má sjá þetta brot af fréttamannafundinum í dag en fyrir neðan er svo klippa þar sem Heimir fékk enn eina tannlæknaspurninguna frá erlendum fjölmiðlum. Heimir fer ekki leynt með að vera orðinn þreyttur á þeim spurningum.
Heimir er orðinn þreyttur á sífelldum tannlæknaspurningum erlendra fjölmiðla á #EURO2016 #fotboltinet pic.twitter.com/AvrCDOw72x
— Fótboltinet (@Fotboltinet) June 29, 2016
Athugasemdir