Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mán 31. október 2022 17:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Kominn í Breiðablik til að sýna öllum að ég sé besti hægri bakvörðurinn á landinu"
Var strax viss um að mig langaði að taka þetta skref
Var strax viss um að mig langaði að taka þetta skref
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég var búinn að undirbúa mig undir að þetta yrði erfitt en maður brotnaði alveg niður og nokkrir fóru að gráta með mér
Ég var búinn að undirbúa mig undir að þetta yrði erfitt en maður brotnaði alveg niður og nokkrir fóru að gráta með mér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég ætla leggja ennþá meira á mig og vera með fullan fókus
Ég ætla leggja ennþá meira á mig og vera með fullan fókus
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Elísson var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður Breiðabliks. Síðustu vikur hafa verið háværar sögusagnir um að Alex væri á leiðinni í Kópavoginn frá Fram en það var loksins staðfest með tilkynningum frá félögunum í dag.

„Ég er virkilega spenntur og klár í þetta verkefni. Ég fékk að vita af áhuga Breiðabliks í lok ágúst og þetta hefur þannig séð verið langur aðdragandi. Þegar ég heyrði af þessu þá fannst mér það geggjað, var strax eiginlega viss um að mig langaði að taka þetta skref," sagði Alex.

„Óskar (Hrafn Þorvaldsson) auðvitað og hvernig fótbolta hann spilar heillaði mig mest. Ég held að fótboltinn sem Breiðablik spilar eigi eftir að henta mér vel. Ég held að ég geti komið inn og styrkt þetta lið. Breiðablik er stór klúbbur sem er á rosalegri vegferð."

Höskuldur mögulega betri í annarri stöðu
Alex er 25 ára hægri bakvörður og hjá Breiðabliki er Höskuldur Gunnlaugsson búinn að leysa þá stöðu í flestum leikjum undanfarin tímabil. Höskuldur átti frábært tímabil og var valinn í lið ársins hér á Fótbolti.net. Er Alex hræddur um að fara í samkeppni við hann?

„Hann er geggjaður, ég held hann sé mögulega betri í annarri stöðu en hægri bakverði. Ég veit að ég er ekki að fara í Breiðablik og fæ ekki neina samkeppni. Það er gott fyrir minn þroska sem fótboltamaður að fá alvöru samkeppni, að ég þurfi að leggja ennþá harðar að mér. Þá verð ég ennþá betri. Ég hef ennþá draum um að fara út og ég held að Óskar geti hjálpað mér að gera það."

Ert væntanlega að gera eitthvað rétt ef Breiðablik sýnir áhuga
Alex var í ár að að spila í fyrsta sinn í efstu deild á sínum ferli.

„Þetta var smá brekka fyrst, spennustigið í fyrstu leikjunum frekar hátt, en ég myndi segja að ég hafi aðlagast frekar hratt og staðið mig heilt yfir vel. Ef Breiðablik sýnir þér áhuga þá ertu væntanlega að gera eitthvað rétt."

Er eitthvað sérstakt sem Alex vill bæta í sínum leik?

„Það var alltaf varnarleikurinn en ég er búinn að bæta hann frekar mikið. Maður getur samt ennþá bætt sig, ég get ennþá bætt varnarleikinn og sóknarleikinn og ég ætla leggja ennþá meira á mig og vera með fullan fókus. Ég er ekki alveg búinn að sýna öllum að ég sé besti hægri bakvörðurinn á landinu en ég er kominn í Breiðablik til að sýna öllum það - ekki bara Frömurum."

Getur ekki alltaf verið í þægindarammanum
Hvernig er að kveðja uppeldisfélagið?

„Það var fáránlega erfitt. Ég var búinn að undirbúa mig undir að þetta yrði erfitt en maður brotnaði alveg niður og nokkrir fóru að gráta með mér. Þetta var falleg stund. Ég fer frá Fram á góðum tíma, félagið er á frábærum stað, með flottasta völl á landinu og ég hef engar áhyggjur af þeim."

„Ég þurfti alveg að hugsa þetta, var ekki bara að hoppa strax á þetta. Ég hugsaði oft hvort ég væri tilbúinn að fara frá Fram. Maður getur ekki alltaf verið í þægindarammanum,"
sagði Alex.

Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni. Hann er þar spurður út í lokahófið hjá Fram, Aðalstein Aðalsteinsson, landsliðið og ýmislegt fleira.
Athugasemdir
banner
banner