
Framherjinn Björn Bergmann Sigurðarson er spenntur fyrir komandi verkefni með íslenska landsliðinu. Ísland er að fara að spila við Sviss og Belgíu í A-deild Þjóðadeildarinnar, sem er ný keppni á vegum UEFA.
Smelltu hér til að sjá útskýringarmyndband frá UEFA um Þjóðadeildina.
Smelltu hér til að sjá útskýringarmyndband frá UEFA um Þjóðadeildina.
„Það er alltaf gaman þegar landsliðið kemur saman, hitta félaga sína og hafa gaman," sagði Björn Bergmann þegar fjölmiðlar ræddu við hann eftir æfingu Íslands í Austurríki í dag. Ísland hefur æft í Schruns, fallegum bæ í Austurríki, en heldur yfir til Sviss í dag.
„Það er frábært að vera hérna í Austurríki. Grasið er allt í lagi, en loftið er ferskt og veðrið er gott. Þá er maður sáttur."
Það er búið að vera gaman hjá strákunum utan vallar. Þeir hjóla um bæinn og til að mynda hjóluðu þeir á æfinguna í dag. En hvað er Björn búinn að vera að gera í frítímanum?
„Voða lítið. Ég er búinn að spila, leggja mig, fara í nudd - allt sem manni dettur í hug. Við fórum nokkrir upp á fjöllin í fyrradag og þar var frábært útsýni."
Ísland mætir Sviss í St. Gallen næstkomandi laugardag.
„Þeir verða erfiðir, en við erum klárir í þetta. Við viljum sýna að það sem nýi þjálfarinn er að gera, að það virki. Við förum á fullum krafti inn í þennan leik."
„Sviss er topplið, en við erum það líka."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir