Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   lau 01. júní 2019 19:23
Mist Rúnarsdóttir
Cecilía Rán: Þetta er bara fyrsta skrefið
Cecilía hélt hreinu gegn bikarmeisturum Breiðabliks
Cecilía hélt hreinu gegn bikarmeisturum Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Þetta er geggjuð tilfinning. Við vorum svolítið stressaðar í endann því dómarinn bætti svo miklu við en við sigldum þessu heim,“ sagði Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis og maður leiksins þegar Fylkir sigraði ríkjandi bikarmeistara Breiðabliks 1-0.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  0 Breiðablik

„Við vissum allan daginn að við værum að fara að taka þær,“ sagði Cecilía og hrósaði þjálfurum sínum fyrir að hafa sett leikinn vel upp.

„Það er bara skemmtilegt að vinna þennan leik. Þjálfararnir voru búnir að undirbúa okkur vel.“

Sjálf átti Cecilía stóran þátt í sigrinum. Hélt hreinu gegn einu skæðasta sóknarliði landsins en hún vildi lítið gera úr eigin frammistöðu.

„Þetta var liðsheildarsigur,“ sagði Cecilía en hún var valin maður leiksins, bæði á Fótbolta.net og einnig af liðsfélögum sínum í Fylki. Fyrir vikið mætti hún með tígrisdýrabangsa í viðtalið.

„Þetta er fyrir mann leiksins. Þá fær maður svona flott lukkudýr sem maður fær að fara með heim til sín,“ sagði Cecilía létt.

Aðspurð um óskamótherja í 8-liða úrslitum segist markmanninum vera nokkuð sama. Fylkisliðið sé tilbúið að mæta hverjum sem er.

„Við viljum náttúrulega fara alla leið og þetta er bara fyrsta skrefið í því.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner