Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
   þri 04. júlí 2023 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Ólafur Ingi ánægður með margt: Þetta er súrsætt
Icelandair
„Ég er svekktur með úrslitin en ég er ánægður með frammistöðuna," sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U19 landsliðsins, eftir 1-2 tap gegn Spáni í fyrsta leik í lokakeppni Evrópumótsins í kvöld.

„Mér fannst strákarnir gera þetta frábærlega. Þetta eru pirrandi mörk sem við fáum á okkur, óþarfa. En vinnslan og hugrekkið sem strákarnir sýndu, seinni hálfleikur var mjög flottur. Þetta er súrsætt," sagði þjálfarinn.

Lestu um leikinn: Ísland U19 1 -  2 Spánn U19

Mörkin voru klaufaleg af hálfu íslenska liðsins. „Á þessu stigi kemstu ekki upp með neitt og strákarnir vita það alveg. Þetta er partur af þessu og við lærum af þessu. Við reynum að betrumbæta og gera hlutina betur þannig að við komum svo í veg fyrir þessa hluti."

Spánn er líklega sigurstranglegasta liðið á mótinu. „Spænsk landslið eru á heimsklassa í nánast öllum aldursflokkum. Þeir eru með gríðarlega öflugt og gott lið, vel spilandi og þeir eru frábærir að hreyfa sig án bolta."

Liðinu fór að líða betur inn á vellinum þegar líða fór á leikinn en það voru kannski taugar í byrjun leiks.

„Það væri mjög óeðlilegt ef það væri ekki," sagði Ólafur en þessir strákar voru að spila sinn fyrsta leik á stórmóti í kvöld. „Við vildum vinna okkur inn í leikinn, leyfa strákunum að komast yfir fyrstu tíu mínúturnar og ná skrekknum úr sér. Seinni hálfleikurinn var mjög góður og það var góður bragur á liðinu."

Þjálfarinn segir að liðið taki helling með sér úr þessum leik en næsti leikur er algjör lykilleikur í riðlinum. Strákarnir okkar mæta Noregi á föstudaginn og þar þarf sigur.
Athugasemdir
banner