FH tóku á móti HK í 14.umferð Bestu deildar karla á Kaplakrikavelli í kvöld.
FH gat með sigri lyft sér upp í 4.sæti deildarinnar sem þeir svo gerðu með því að leggja HK af velli hér í kvöld.
Lestu um leikinn: FH 3 - 1 HK
„Ánægður með þrjú stig. Þetta var erfiður leikur sem reyndi á allskonar hliðar fótboltans. Ég held að þetta hafi verið verðskuldað á endanum." Sagði Kjartan Henry Finnbogason aðstoðarþjálfari FH eftir leikinn í kvöld.
FH byrjaði leikinn af krafti og hefði hæglega getað farið með sannfærandi forystu inn í hálfleikinn en þurftu að sætta sig við að fara með jafna stöðu inn í hálfleik.
„Já það var bara lélegt af okkur. Við vorum búnir að tala um HK liðið og vissum að þeir kæmu særðir inn í þennna leik og við byrjum leikinn frábærlega og réttilega hefðum getað verið búnir að skora fleirri en eitt og fleirri en tvö en við tókum ekki færin okkar."
„Svo slökkvum við á okkur eftir að við skorum markið og erum ósáttir með það en við komum sterkir út í síðari hálfleikinn og létum menn aðeins heyra það í hálfleiknum og menn komu gíraðir út í seinni hálfleikinn og þetta var erfið fæðing."
Nánar er rætt við Kjartan Henry Finnbogason í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |