
Magnús Már kíkti í viðtal eftir 1 - 4 sigur gegn Ægi á útivelli
Lestu um leikinn: Ægir 1 - 4 Afturelding
Þegar spurður um niðurstöðu leiksins
“Við komum hingað með það eina markmið að fá 3 stig og þau komu. Þetta var hörku vinna í dag, við höfum alveg spilað betri fyrri hálfleiki, en menn voru þolinmóðir og höfðu trú á verkefninu allann tímann. Við vissum það að þetta yrði þolinmæðisverk og ég var mjög ánægður hvernig við létum boltann ganga og sköpuðum mikið af færum í seinni hálfleik og verðskulduðum þessi 4 mörk sem við skoruðum og verðskuldaður sigur.“
Komu Ægismenn þér eitthvað á óvart?
“Nei, Ægir eru með hörku lið og hafa verið óheppnir í mörgum leikjum í sumar, mér finnst þeir eiga að vera með fleiri stig miðað við spilamennsku og margir mjög góðir fótboltamenn í þessu liði, þannig að þeir komu ekki á óvart. Það er mjög erfitt að koma í Þorlákshöfn og ná sigri, þeir spiluðu fínann leik, í fyrri hálfleik var erfitt að brjóta þá aftur. En við vorum þolinmóðir, héldum boltanum vel og um leið og fyrsta markið datt þá kom meira sjálfstraust í okkur.“
Þegar spurður um breytingar í hálfleik vegna markaleysis fyrri hálfleiks:
“Við breyttum ekki miklu, bara láta boltann ganga aðeins hraðar, við héldum mikið í boltann þannig að Ægismenn fóru kannski að þreytast. Svo vorum við grimmari í teignum, sem við vorum í seinni hálfleik og það skilaði sér í þessum mörkum. Ég er virkilega ánægður hvernig við brugðumst við þegar við fengum mark á okkur í 3-0 og héldum við áfram að spila og hugrakkir, vildum fá boltann og bættum við marki.“