Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 10. ágúst 2021 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 4. sæti
Chelsea
Tuchel kom inn og breytti gangi mála á síðustu leiktíð.
Tuchel kom inn og breytti gangi mála á síðustu leiktíð.
Mynd: EPA
Evrópumeisturum Chelsea er spáð fjórða sæti.
Evrópumeisturum Chelsea er spáð fjórða sæti.
Mynd: EPA
Lukaku er á leiðinni.
Lukaku er á leiðinni.
Mynd: Getty Images
Mason Mount.
Mason Mount.
Mynd: EPA
Timo Werner.
Timo Werner.
Mynd: Getty Images
Frá Stamford Bridge, heimavelli Chelsea.
Frá Stamford Bridge, heimavelli Chelsea.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefst á föstudaginn! Líkt og síðustu ár, þá kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Chelsea endar í fjórða sæti ef spáin rætist.

Um liðið: Frank Lampard stýrði Chelsea fyrri hluta síðustu leiktíðar en var rekinn í kringum jólahátíðina. Inn kom agaður Þjóðverji og hann breytti hlutunum heldur betur. Undir hans stjórn endaði Chelsea í Meistaradeildarsæti, ásamt því auðvitað að vinna Meistaradeildina. Magnaður endir á tímabilinu hjá Lundúnaliðinu og þeir ætla sér að byggja ofan á það.

Stjórinn: Agaði Þjóðverjinn sem kom inn heitir Thomas Tuchel. Hann er 47 ára gamall og stýrði Paris Saint-Germain í rúm tvö ár áður en hann tók við Chelsea. Hann hætti ungur að árum að spila vegna meiðsla, og fór þá strax að einbeita sér að þjálfun. Hann vakti athygli sem þjálfari yngri flokka í Stuttgart, og svo þjálfaði hann varalið Augsburg. Hann stóð sig vel þar og það varð til þess að hann fékk tækifæri með aðalliði Mainz. Svo hefur leiðin bara legið upp á við.

Staða á síðasta tímabili: 4. sæti

Styrkleikar: Eftir að Tuchel tók við hefur varnarleikurinn verið algjörlega frábær. Það vita allir sín hlutverk hjá Tuchel og hann hefur náð því besta út úr flestum sínum leikmönnum. Liðið er með frábæra leikmenn í öllum stöðum. Romelu Lukaku er á leiðinni og hann mun svo sannarlega koma inn með mörk. Chelsea hefur í raun allt til brunns að bera til að geta barist um titilinn.

Veikleikar: Þegar litið er yfir hópinn, þá sjást ekki mikið af leiðtogum. Það er enginn John Terry þarna. Síðast þegar Chelsea vann Meistaradeildina, þá byrjaði liðið tímabilið eftir ekki sérlega vel. Roberto Di Matteo fékk ekki mikinn tíma og var rekinn. Hefur Abramovich lært eitthvað eða fær Tuchel jafnlítinn sveigjanleika fyrir mistökum?

Talan: 2
Chelsea fékk á sig tvö mörk í fyrstu tíu deildarleikjunum sem Tuchel stýrði liðinu í.

Lykilmaðurinn: Mason Mount
Hefur sýnt það og sannað að það eru gríðarlegir hæfileikar til staðar. Frank Lampard gaf honum fyrsta tækifærið og hann hefur ekki sleppt takinu eftir það. Algjörlega frábær leikmaður sem gæti verið framtíðarfyrirliði Chelsea.

Fylgist með: Timo Werner
Átti mjög erfitt uppdráttar fyrir framan markið á síðustu leiktíð en hann gerir miklu meira en bara að skora. Romelu Lukaku er á leiðinni og þá fær Werner væntanlega annað hlutverk. Það verður fróðlegt að sjá hvað það felur í sér.

Komnir:
Marcus Bettinelli frá Fulham - Frítt

Farnir:
Willy Caballero - Án félags
Danilo Pantic til Partizan - Óuppgefið
Fiyasko Tomori til AC Milan - 30 milljónir punda
Izzy Brown til Preston - Frítt
Nathan Baxter til Hull - Á láni
Billy Gilmour til Norwich - Á láni
Victor Moses til Spartak Moskvu - 4,3 milljónir punda
Juan Familia-Castillo til Birmingham - Á láni
Olivier Giroud til AC Milan - 1,7 milljónir punda
Marc Guéhi til Crystal Palace - 18 milljónir punda
Lewis Bate til Leeds - Óuppgefið
Conor Gallagher til Crystal Palace - Á láni
Ian Maatsen til Coventry - Á láni
Tino Livramento til Southampton - 5 milljónir punda
Armando Broja til Southampton - Á láni

Fyrstu leikir:
14. ágúst, Chelsea - Crystal Palace
22. ágúst, Arsenal - Chelsea
28. ágúst, Liverpool - Chelsea

Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Helga Katrín Jónsdóttir, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Victor Pálsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1.
2.
3.
4. Chelsea, 180 stig
5. Leicester, 153 stig
6. Tottenham, 141 stig
7. Arsenal, 139 stig
8. Everton, 122 stig
9. Leeds, 121 stig
10. West Ham, 117 stig
11. Aston Villa, 109 stig
12. Wolves, 86 stig
13. Brighton, 73 stig
14. Southampton, 68 stig
15. Crystal Palace, 54 stig
16. Newcastle, 52 stig
17. Burnley, 40 stig
18. Brentford, 35 stig
19. Norwich, 28 stig
20. Watford, 21 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner