Man Utd hefur áhuga á Son og Pavlovic - De Bruyne færist nær Bandaríkjunum - Ancelotti vill Branthwaite
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   sun 11. júní 2023 21:56
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Þurfum að hafa augun opin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur er með fimm stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar þegar siglt er inn í landsleikjahlé. Liðið vann 3-1 sigur gegn Fram í kvöld. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik og heimamenn sigldu sigrinum í höfn eftir hlé.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Fram

„Þetta hefur verið rosalegt leikjaálag, við tókum aukaleik í umferðinni og svo þessir bikarleikir. Menn hafa verið dauðþreyttir og maður sér ekki sama ferskleika," segir Arnar.

„Ég er kröfuharður á strákana, mér finnst við ekki hafa verið fullkomnir þó stigasöfnunin sé mjög góð. Það hafa komið góðir spilkaflar en líka kaflar sem eru ekki góðir."

Arnar segir að þó hópurinn sé öflugur þá megi lítið út af bregða og segir að félagið verði að skoða það að styrkja sig í sumarglugganum.

„Við þurfum að hafa augun opin, það er svo mikið að spila upp á og svo kemur Evrópukeppnin. Við þurfum að skoða hvort það séu leikmenn fáanlegir sem geta styrkt okkur. Þetta þarf þá að vera mjög öflugur leikmaður."

Í viðtalinu ræðir Arnar einnig um Loga Tómasson og metið sem hann var að missa á Akranesi.
Athugasemdir
banner
banner