Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
„Stórsigur fyrir okkur, sá stærsti í sumar það er klárt“
Rúnar: Hundleiðinlegt að tapa
Andri Rúnar um markið ótrúlega: Þá varð maður að prófa
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
„Ef ekki, þá þurfum við bara sem land að líta inn á við"
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
banner
   sun 11. júní 2023 21:56
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Þurfum að hafa augun opin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur er með fimm stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar þegar siglt er inn í landsleikjahlé. Liðið vann 3-1 sigur gegn Fram í kvöld. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik og heimamenn sigldu sigrinum í höfn eftir hlé.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Fram

„Þetta hefur verið rosalegt leikjaálag, við tókum aukaleik í umferðinni og svo þessir bikarleikir. Menn hafa verið dauðþreyttir og maður sér ekki sama ferskleika," segir Arnar.

„Ég er kröfuharður á strákana, mér finnst við ekki hafa verið fullkomnir þó stigasöfnunin sé mjög góð. Það hafa komið góðir spilkaflar en líka kaflar sem eru ekki góðir."

Arnar segir að þó hópurinn sé öflugur þá megi lítið út af bregða og segir að félagið verði að skoða það að styrkja sig í sumarglugganum.

„Við þurfum að hafa augun opin, það er svo mikið að spila upp á og svo kemur Evrópukeppnin. Við þurfum að skoða hvort það séu leikmenn fáanlegir sem geta styrkt okkur. Þetta þarf þá að vera mjög öflugur leikmaður."

Í viðtalinu ræðir Arnar einnig um Loga Tómasson og metið sem hann var að missa á Akranesi.
Athugasemdir
banner
banner