Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
   sun 11. júní 2023 21:56
Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugs: Þurfum að hafa augun opin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur er með fimm stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar þegar siglt er inn í landsleikjahlé. Liðið vann 3-1 sigur gegn Fram í kvöld. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik og heimamenn sigldu sigrinum í höfn eftir hlé.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Fram

„Þetta hefur verið rosalegt leikjaálag, við tókum aukaleik í umferðinni og svo þessir bikarleikir. Menn hafa verið dauðþreyttir og maður sér ekki sama ferskleika," segir Arnar.

„Ég er kröfuharður á strákana, mér finnst við ekki hafa verið fullkomnir þó stigasöfnunin sé mjög góð. Það hafa komið góðir spilkaflar en líka kaflar sem eru ekki góðir."

Arnar segir að þó hópurinn sé öflugur þá megi lítið út af bregða og segir að félagið verði að skoða það að styrkja sig í sumarglugganum.

„Við þurfum að hafa augun opin, það er svo mikið að spila upp á og svo kemur Evrópukeppnin. Við þurfum að skoða hvort það séu leikmenn fáanlegir sem geta styrkt okkur. Þetta þarf þá að vera mjög öflugur leikmaður."

Í viðtalinu ræðir Arnar einnig um Loga Tómasson og metið sem hann var að missa á Akranesi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner