Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   lau 12. september 2015 20:49
Mate Dalmay
Sandor Matus á ungversku: FH væri ekki í vandræðum
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Markmaður Þórs Akureyri, Sandor Matus er uppalinn hjá Ungverska liðinu Videoton en er búinn að spila á Íslandi í 12 ár, fyrstu 10 með KA og svo síðan þá með Þór Akureyri. Við settumst niður eftir 2-3 sigur Þórsara gegn Selfyssingum og spjölluðum við Sandor um íslenska og ungverska knattspyrnu, árangur landsliðsins og lífið á Akureyri.

En hvernig endaði þessi ungverski markmaður einmitt á Íslandi? "Ég var að spila í Finnlandi þegar vinur minn, Fori Sanyi hringdi í mig og bauð mér að koma hingað. Hann kom ári á undan mér til Íslands að spila. Ég er honum ævinlega þakklátur fyrir þetta að koma mér hingað".

Sandor á íslenska eiginkonu og þrjú börn sem hann reynir að halda eins og hann við ungverskuna.

En hefur það einhverntímann komið til greina að snúa til Ungverjalands og spila fyrir ungverskt félag á nýjan leik? "Nei ekki svona í alvöru. Það hefur meira verið spjallað um það, það voru nokkrar fyrirspurning kringum 2008-2009 en það kom aldrei alvarlega til greina. Það hefur alltaf verið hugsað mjög vel um mig hérna á Íslandi og mig hefur aldrei langað að fara héðan til að spila fótbolta annarsstaðar".

Sandor segist fylgjast náið með ungversku deildinni og þá sérstaklega uppeldisfélagi sínu Videoton (sem er eitt sterkasta lið landsins síðustu árin) og svo auðvitað landsliðinu sem hann vonast eftir því að geti náð einhverjum árangri líkt og það íslenska.

En hvað hefur ungverskur fótboltamaður að segja um árangur íslenska landsliðsins: "Þetta er árangur gríðarlega mikillar vinnu og þeir eiga þetta fyllilega skilið. Auðvitað er um einstaklega góða árganga að ræða einnig en það eru ekki allir úti um heim sem gera sér grein fyrir því hversu fagmannlega og mikla vinnu og erfiði Íslendingar hafa sett í það að byggja upp knattspyrnu.

Ofan á þessa vinnu eru íslenskir leikmenn með einstakt viðhorf og baráttuanda. Þú sérð að menn eru keyra sig út fram að lokaflautinu og gefa allt í leikinn í leikjum eins og þessum hér áðan. Það einkennir íslenska fótboltamanninn að slaka ekki á fyrr en dómarinn flautar til leiksloka. Auðvitað má svo ekki gleyma því að Ísland er með leikmenn á heimsmælikvarða á borð við Gylfa Þór Sigurðsson."

Ef við berum saman ungversku úrvalsdeildin, þar sem mun meiri peningur er til staðar og öll lið skipuð einungis atvinnumönnum, við þá íslensku? Sandor: "Ég myndi segja að FH, sem að mínu mati er búið að vera sterkasta íslenska liðið síðustu árin, skipað hágæða íslenskum leikmönnum í bland við góða erlenda leikmenn, myndi ekki eiga í vandræðum í ungversku úrvalsdeildinni. Þeir myndu klárlega ekki vera í neinni fallbaráttu".

Örstutt um 1. deildina, einn leikur er eftir. Derby leikur gegn KA og mjög veik von Þórs um sæti í úrvalsdeild.

Sandor: "Já við eigum mjög veika von, það gæti auðvitað ráðist í miðri viku þegar Þróttur mætir Haukum. Þetta gæti því orðið búið fyrir okkur þegar við mætum KA. Hvað sem gerist þá er samt ljóst að leikurinn gegn KA verður rosalegur og vonandi fyrir framan fullt hús".




Athugasemdir
banner
banner