Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   fim 13. október 2022 12:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Halls: Við munum hrista saman einhvern kokteil sem virkar líka
Lengjudeildin
Arnar Hallsson, nýr þjálfari Njarðvíkur.
Arnar Hallsson, nýr þjálfari Njarðvíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Stefán Marteinn Ólafsson
Njarðvík stefnir á topp fimm í Lengjudeildinni.
Njarðvík stefnir á topp fimm í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta leggst mjög vel í mig," segir Arnar Hallsson, nýráðinn þjálfari Njarðvíkur. Hann hlakkar til að takast á við nýtt verkefni á Suðurnesjum og er bjartsýnn á framhaldið.

Arnar hefur á sínum þjálfaraferli meðal annars þjálfað meistaraflokk karla hjá Aftureldingu og ÍR. Hann hætti hjá Breiðholtsliðinu á miðju tímabili í sumar þegar hann sagði félagið ekki hafa staðið við gefin loforð.

Einar Orri Einarsson og Magnús Þórir Matthíasson, sem voru lykilmenn á síðustu leiktíð, verða ekki með liðinu á næstu leiktíð. Einar Orri fékk ekki nýjan samning hjá félaginu og Magnús Þórir ákvað að hætta í fótbolta.

„Ég veit ekki um neina aðra sem við höfum misst en þessa tvo. Við ætlum okkur ekki að missa fleiri. Vonandi náum við að vinna með hópinn sem við höfum og fylla upp í það á þann hátt. Vonandi náum við að vinna það upp með góðri vinnu með þessum sem hér með mér standa. Við ætlum að leggja okkur alla fram í að gera leikmennina betri og það mun skila einhverju. Svo er alveg ljóst að við munum styrkja liðið líka," segir Arnar.

Þjálfarateymið sem stýrði Njarðvík til sigurs í 2. deildinni í sumar hefur kvatt félagið og mun Arnar stýra liðinu í Lengjudeildinni á næstu leiktíð ásamt sínu teymi. Hann tekur við liðinu af Bjarna Jóhannssyni sem gerði ekki nýjan samning við félagið.

„Bjarni stóð sig frábærlega og skilaði framúrskarandi verki. Það er alveg ljóst að við þurfum að standa okkur. Ég er alveg viss um að við munum hrista saman einhvern kokteil sem virkar líka."

Stefnan hjá Njarðvík er sett á fimmta sætið eða ofar, en það verða breytingar á Lengjudeildinni á næstu leiktíð þar sem efsta sætið fer beint upp en liðin í öðru til fimmta sæti fara í úrslitakeppni um eitt laust sæti í efstu deild.

„Við erum þar," sagði Arnar en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Aðstoðarþjálfari hans verður Arnar Smárason, fyrrum þjálfari Víðis í Garði, og styrktarþjálfari er Sigurður Már Birnisson.
Athugasemdir
banner
banner