Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 14. júlí 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 12. umferð - Vann sig í liðið en stefnir lengra
Birkir Heimisson (Valur)
Birkir í leiknum gegn D. Zagreb í gær
Birkir í leiknum gegn D. Zagreb í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hefur kannski litið til hliðar en ekki um öxl.
Hefur kannski litið til hliðar en ekki um öxl.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Átti þátt í tveimur mörkum Vals, öðru eftir hornspyrnu hans og hinu eftir að Guðmundur Andri fylgdi eftir stangarskoti Birkis. Var þess utan að atast í miðju Blika og gera þeim lífið leitt almennt," skrifaði Sverrir Örn Einarsson um frammistöðu Birkis Heimissonar gegn Breiðabliki þann 16. júní.

Birkir er leikmaður 12. umferðar hér á Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Úrvalslið 12. umferðar Pepsi Max-deildarinnar

„Ég fékk að vita að ég myndi byrja leikinn á æfingunni fyrir leik. Maður hefur vonast eftir tækifærinu í dágóðan tíma en auðvitað spilaði inn í að ég meiddist í febrúar og var frá í tvo mánuði. Það hefur áhrif komandi inn í tímabilið. Maður sýndi bara þolinmæði og vonandi fær maður fleiri byrjunarliðsleiki eftir þetta," sagði Birkir í viðtali eftir leikinn.

Fótbolti.net ræddi við Birki í dag og spurði hann út í þennan leik sem fram fór fyrir tæpum mánuði síðan. Horfir Birkir í þennan leik sem ákveðin snúningspunkt á sínu tímabili?

„Já, ég myndi segja það. Ég var búinn að byrja tvo leiki fyrir þann leik og mér fannst í þeim leik ég í fyrsta skiptið í gott stand. Ég náði að sýna heilsteyptan leik gegn Breiðabliki," sagði Birkir.

Birkir hefur byrjað alla leiki Vals síðan, þrjá leiki í deildinni, bikarleikinn gegn Leikni og báða leikina í Meistaradeildinni. Hann hefur sýnt Heimi Guðjónssyni, þjálfara liðsins, að hann á heima í byrjunarliðinu.

Birkir er 21 árs gamall miðjumaður sem kom til Vals frá AZ fyrir síðasta tímabil. Er hann að horfa í möguleikann á að fara aftur út eða er hausinn eingöngu stilltur á þetta tímabil?

„Ég fókusa bara á Val, að gera vel með þeim og að vinna Íslandsmótið. Auðvitað vill maður alltaf komast eins langt og maður getur, annars væri maður ekki í þessu. Auðvitað stefni ég á að komast lengra en eins og er ég bara að fókusa á Val og geri allt til að gera vel fyrir liðið."

Birkir var mikið á bekknum í fyrra, er hann búinn að læra betur inn á boltann sem Heimir spilar eða var einhver önnur leið í liðið?

„Ég vissi alltaf að ég myndi fá tækifærið, Heimir talaði alltaf við mig og talaði um að hann var ánægður með bætingarnar hjá mér. Ég vissi alltaf að ég væri inn í myndinni hjá honum og ég var ekkert að stressa mig á hlutunum. Ég hélt áfram að vinna í mínum veikleikum, reyndi að bæta mig og ég held að það hafi skilað sér. Auðvitað þarf maður að halda áfram," sagði Birkir við Fótbolta.net í dag.

Leikmenn umferðarinnar:
11. umferð: Beitir Ólafsson (KR)
10. umferð: Andri Yeoman (Breiðablik)
9. umferð: Hannes Þór Halldórsson (Valur)
8. umferð: Nikolaj Hansen (Víkingur)
6. umferð: Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)
5. umferð: Orri Hrafn Kjartansson (Fylkir)
4. umferð: Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
3. umferð: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
2. umferð: Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
1. umferð: Sölvi Geir Ottesen (Víkingur)
Innkastið - Skelfilegir Skagamenn og FH daðrar við fallsæti
Athugasemdir
banner
banner
banner