Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
Hörður Snævar: Setjum gjöf á diskinn þeirra
Alli Jói sáttur og glaður - „Mikilvægt að fá leiki á þessum tímapunkti"
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
   fös 14. júlí 2023 23:20
Sölvi Haraldsson
Nonni: Við áttum skilið að fá eitthvað út úr þessum leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er auðvitað bara mjög svekktur. Blikarnir eru með mjög gott lið og gerðu þetta mjög erfitt fyrir okkur. Það er alltaf erfitt að lenda undir snemma og elta þá allan leikinn. Síðan missum við mann af velli í upphafi síðari hálfleik og það gerir það erfiðara fyrir okkur. Við áttum skilið að fá eitthvað út úr leiknum miðað við framlagið, en það er ekki spurrt að því.“ sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, eftir 1-0 tap gegn Breiðablik.


Lestu um leikinn: Fram 0 -  1 Breiðablik

Fannst eins og Fram ættu að fá víti í restina

Hvernig fannst þér viðbrögðin hjá þínum mönnum í kvöld þegar þeir lentu undir?

Menn héldu bara áfram og gáfu allt í þetta. Blikarnir kannski slökuðu aðeins á þar sem þeir eru í erfiðu prógrammi en við gáfum allt í þetta. Einum færri vorum við alveg líklegir í að jafna leikinn. “

Það voru tvö risastór köll eftir vítum alveg í blálokin, hvernig sást þú þetta?

Ég veit ekki alveg með fyrra atvikið en í hinu atvikinu þá fer boltinn klárega í höndina á varnarmanninum. Ég skil bara ekki hvernig það var ekki vítaspyrna og því miður átti dómarinn ekki góðan leik í dag.

Þurfa að nýta færin betur

Hvernig metur þú þennan leik miðað við leikinn gegn Breiðablik í 4. umferð sem fór 5-4 fyrir Breiðablik?

Það var kannski betri færanýting í fyrri leiknum sem er munurinn á þessum leikjum. Þar byrjuðu Blikarnir mjög sterkt og voru komnir í 3-0 snemma leiks. Þá náðum við samt að koma okkur aftur inn í leikinn og við hefðum alveg getað gert það líka í dag. En Blikarnir unnu 1-0 í dag og þeir fá stigin fyrir það og við ekkert.

Hvernig er staðan á Jannik Pohl, er langt í að hann snúi aftur til baka eftir að þið misstuð hann í meiðsli í upphafi móts?

Það er allt á réttri leið hjá honum. Það er kannski bjartsýnt að fá hann í lok júlí en við þurfum að sjá hvort það gangi eftir. En hann er alveg á réttri leið og vonandi styttist eitthvað í hann því við getum alveg notað hann.

Fram sýndi engan áhuga á Alexi Frey

Sýnduð þið einhvern áhuga á Alexi Frey sem var að skrifa undir hjá KA í dag?

Nei í raun og veru ekki þannig. Alex er frábær leikmaður og stóð sig vel hjá okkur en hann er bara á annari vegferð núna. Vonandi finnur hann sig hjá KA því það óskar það engin heitara heldur en ég og við hérna í Fram-fjölskyldunni. En á þessum tímapunkti var hann ekki á leiðinni til okkar, því miður.“

Þannig það var ekki þú sem komst í veg fyrir það að hann snéri aftur heim í Fram?

Nei það er ekki satt. Það var aldrei í stöðunni að fá Alex. Þetta er bara ákvörðun. Kannski var hann í sjálfum sér ekkert í boði fyrir okkur núna.“

Hefur engar áhyggjur af framhaldinu

Glugginn opnar eftir fjóra daga, stefnið þið á það að styrkja liðið í glugganum?

Það er nú ekkert á borðinu. En við skoðum alla möguleika og ef það er eitthvað sem nýtist okkur og við getum farið á eftir að þá getur það vel verið. Við erum líka með ágætis mannskap og gott lið. Ég hef engar áhyggjur af framhaldinu en við sjáum hvað gerist.

Hvernig leggst næsta verkefni í þig sem er útileikur gegn Val?

Það er ekkert annað í stöðunni en að jafna sig á þessum leik og við höfum góðan tíma í að undirbúa okkur fyrir Valsleikinn. Við verðum bara að vera tilbúnir þegar við mætum á Hlíðarenda.“ sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, að lokum eftir tapleik á heimavelli gegn Breiðablik.


Athugasemdir
banner
banner