Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 16. ágúst 2023 18:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Haddi: Eitthvað sem félögin í landinu og KSÍ verða að skoða
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA fagnar marki í Evrópukeppninni.
KA fagnar marki í Evrópukeppninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Völlurinn lítur frábærlega út, ég hef sjaldan séð hann svona flottan," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, í samtali við Fótbolta.net í dag.

KA-menn æfðu á Laugardalsvelli í dag fyrir leik liðsins gegn Club Brugge frá Belgiu á vellinum annað kvöld.

Framundan er seinni leikur KA við Club Brugge en fyrri leikurinn endaði með 5-1 sigri belgíska liðsins.

Það voru ekki allir með á æfingu KA í dag, það eru meiðsli að hrjá hópinn. „Eins og allir vita er búið að vera smá álag. Það er misjafnt ástandið á mönnum en við erum klárir með fínan hóp á morgun."

„Dusan (Brkovic) getur ekki spilað á morgun, Bjarni (Aðalsteinsson) getur ekki spilað, Andri (Fannar Stefánsson) getur ekki spilað. Svo eru menn að finna smá hér og þar. Það eru nokkrir sem geta ekki tekið þátt á morgun."

Það er búið að vera mikið álag á KA og mikið um ferðalög. „Fyrir okkur fyrir norðan þá eru okkar ferðalög löng og erfið. Við höfum aðlagað æfingaálag að því og höfum verið að dreifa álaginu á hópinn til að komast sem best út úr þessu. Það hefur gengið nokkuð vel. Þetta er eitthvað sem félögin í landinu og KSÍ verða að skoða fyrir næsta tímabil því það prógramm sem við og Breiðablik höfum verið í er mjög erfitt."

Fimm mínútna kafli sem drap okkur
Möguleikar KA fyrir leikinn á morgun eru ekki miklir en verkefnið er spennandi.

„Þetta verður ótrúlega spennandi og skemmtilegur leikur. Ég býst við því að mitt lið fari inn á völlinn og gefi allt í verkefnið. Þetta er frábær upplifun á okkar þjóðarleikvangi. Þetta er góður undirbúningur að hafa prófað að spila stóran leik áður en við förum í bikarúrslitaleikinn."

„Við mættum þeim úti og stóðum okkur vel. Það var fimm mínútna kafli sem drap okkur. Frammistaðan var virkilega góð og við ætlum að reyna að vera með flotta frammistöðu fyrir okkar fólk, og ganga stoltir frá borði. Það er markmiðið fyrir morgundaginn."

„Það er alltaf möguleiki í fótbolta en þetta er erfitt verkefni, það er ekki flókið. Við ætlum að eiga góða frammistöðu og allir að leggja sig fram, þá er ég ánægður. Ef við þorum að spila eins og við gerðum úti þá verður þetta góð upplifun."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. Hallgrímur segist stoltur af Evrópuævintýri KA í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner