Delap undir smásjá Man Utd - Ederson á óskalista Man City - Verður Saliba sá dýrasti?
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
banner
   mið 16. ágúst 2023 18:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Haddi: Eitthvað sem félögin í landinu og KSÍ verða að skoða
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA fagnar marki í Evrópukeppninni.
KA fagnar marki í Evrópukeppninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Völlurinn lítur frábærlega út, ég hef sjaldan séð hann svona flottan," sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, í samtali við Fótbolta.net í dag.

KA-menn æfðu á Laugardalsvelli í dag fyrir leik liðsins gegn Club Brugge frá Belgiu á vellinum annað kvöld.

Framundan er seinni leikur KA við Club Brugge en fyrri leikurinn endaði með 5-1 sigri belgíska liðsins.

Það voru ekki allir með á æfingu KA í dag, það eru meiðsli að hrjá hópinn. „Eins og allir vita er búið að vera smá álag. Það er misjafnt ástandið á mönnum en við erum klárir með fínan hóp á morgun."

„Dusan (Brkovic) getur ekki spilað á morgun, Bjarni (Aðalsteinsson) getur ekki spilað, Andri (Fannar Stefánsson) getur ekki spilað. Svo eru menn að finna smá hér og þar. Það eru nokkrir sem geta ekki tekið þátt á morgun."

Það er búið að vera mikið álag á KA og mikið um ferðalög. „Fyrir okkur fyrir norðan þá eru okkar ferðalög löng og erfið. Við höfum aðlagað æfingaálag að því og höfum verið að dreifa álaginu á hópinn til að komast sem best út úr þessu. Það hefur gengið nokkuð vel. Þetta er eitthvað sem félögin í landinu og KSÍ verða að skoða fyrir næsta tímabil því það prógramm sem við og Breiðablik höfum verið í er mjög erfitt."

Fimm mínútna kafli sem drap okkur
Möguleikar KA fyrir leikinn á morgun eru ekki miklir en verkefnið er spennandi.

„Þetta verður ótrúlega spennandi og skemmtilegur leikur. Ég býst við því að mitt lið fari inn á völlinn og gefi allt í verkefnið. Þetta er frábær upplifun á okkar þjóðarleikvangi. Þetta er góður undirbúningur að hafa prófað að spila stóran leik áður en við förum í bikarúrslitaleikinn."

„Við mættum þeim úti og stóðum okkur vel. Það var fimm mínútna kafli sem drap okkur. Frammistaðan var virkilega góð og við ætlum að reyna að vera með flotta frammistöðu fyrir okkar fólk, og ganga stoltir frá borði. Það er markmiðið fyrir morgundaginn."

„Það er alltaf möguleiki í fótbolta en þetta er erfitt verkefni, það er ekki flókið. Við ætlum að eiga góða frammistöðu og allir að leggja sig fram, þá er ég ánægður. Ef við þorum að spila eins og við gerðum úti þá verður þetta góð upplifun."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. Hallgrímur segist stoltur af Evrópuævintýri KA í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner