„Erfiður völlur, en flottur sigur að koma hingað á erfiðan útivöll við erfiðar aðstæður og ná í 2-0 sigur. Það er mjög sterkt hjá okkur.“
Sagði Stefán Teitur Þórðarson miðjumaður Íslands eftir öflugan 2-0 sigur Íslands á Svartfjallalandi ytra fyrr í kvöld. Leikurinn fór fram við krefjandi aðstæður á lélegum velli en spilaðist leikurinn eins og við mátti búast?
Sagði Stefán Teitur Þórðarson miðjumaður Íslands eftir öflugan 2-0 sigur Íslands á Svartfjallalandi ytra fyrr í kvöld. Leikurinn fór fram við krefjandi aðstæður á lélegum velli en spilaðist leikurinn eins og við mátti búast?
Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 - 2 Ísland
„Já miðað við vallaraðstæður. Fyrstu 20-25 mínúturnar var þetta rosalega mikið í loftinu og mikið af einvígjum. Mér fannst þeir samt f+a alltof mikið af skyndisóknum þar sem þeir komu hratt á okkur eftir að við töpum boltanum illa,“
Kunna myrku hliðar fótboltans vel
Um andstæðinginn Svartfellinga sem beittu öllum brögðum á vellinum nú sem endranær sagði Stefán.
„Þeir eru svona eins og maður býst við frá liði og landi af þessu svæði. Þeir eru erfiðir og gera allt til þess að vinna auðvitað. Mér fannst við standa vel í þeim að mörgu leiti en þeir voru kannski með yfirhöndina í mörgum hlutum lengi.“
Viðmælandi Stefáns í Svartfjallalandi hafði þær upplýsingar að leikmaður Svartfellinga hefði gripið í viðkvæman part af líkama Stefáns.
„Já ég fékk hendi á staðinn, ég skil þetta ekki en það er eins og það er.“
Allt viðtalið við Stefán má sjá hér að ofan.
Athugasemdir